Sæki samantekt...
Sviðsmyndagreining stjórnvalda á því hvað sé raunhæft á næstu misserum varðandi uppbyggingu og búsetu í Grindavík er nánast tilbúin, segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún fól stýrihópi ráðuneytisstjóra í málefnum Grindavíkur þann 14. janúar að undirbúa frekari stefnumótun ríkisins um framtíð bæjarins. Til stendur að endanleg greining liggi fyrir á morgun.
„En við erum líka í þessari nefnd að taka ákvörðun um framlengingu eða í raun fyrirkomulag húsnæðisstuðnings, hvernig rekstrarstuðningi verður háttað og hvaða úrræðum verður hætt með,“ segir Kristrún. „Síðan almennt bara aukna þjónustu á mannlegu hliðinni við Grindvíkinga.“
Fáir sem kjósa að gista í Grindavík
Bæjarskrifstofur Grindavíkur voru fluttar fyrir helgi úr Tollhúsinu í Reykjavík og aftur heim til Grindavíkur sem markaði enn ein tímamótin í sögu bæjarins. Fáir kjósa sem stendur að gista í bænum. Kristrún segir að bíða þurfi eftir greiningu stjórnvalda áður en mat er lagt á hvort öruggt sé að dvelja þar.
„Það er ekki mitt að meta það eins og sakir standa. Það eru einstaklingar sem gista þarna. Ég held að það segi sína sögu að það eru ekki margir þannig að þetta er auðvitað bara persónulegt mat,“ segir Kristrún. „En þetta er auðvitað eitt af því sem við munum þurfa að ræða þegar sviðsmyndagreiningarnar liggja fyrir. Hvað er í rauninni raunhæft núna á næstu misserum varðandi uppbyggingu og búsetu í bænum,“ segir hún að lokum.
Nafnalisti
- Kristrún Frostadóttirformaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 242 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,70.