Ekki alveg rétti tíminn til að fækka úrræðum

Ritstjórn mbl.is

2025-03-17 16:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mennta- og barnamálaráðherra segir Blönduhlíð í Mosfellsbæ, þar sem til stóð meðferðarheimili yrði opnað í desember síðastliðnum, verði nýtt fyrir einhvers konar úrræði.

Verið vinna í húsnæðinu og það verði hægt nýta það mjög fljótlega.

Þetta kom fram í svari Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Greint frá leiguverðinu á mbl.is í febrúar

Greint var frá því á mbl.is þann 11. febrúar síðastliðinn Barna- og fjölskyldustofa greiddi 750 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir Blönduhlíð, þrátt fyrir ekkert meðferðarheimili væri starfrækt þar. Og stofnunin greiddi jafnframt 1,8 milljónir króna í leigu fyrir rými á Vogi þar sem meðferðarheimilið er tímabundið starfrækt.

Líkt og ítrekað hefur komið fram í umfjöllun mbl.is um málið þá stóðst húsnæðið í Blönduhlíð ekki brunaúttekt, þrátt fyrir endurbætur. Því brá Barna- og fjölskyldustofa á það ráð leiga rýmið á Vogi fyrir starfsemina, en leigusamningur gildir til áramóta.

Þá hefur verið greint frá því á mbl.is ólíklegt þyki í Blönduhlíð verði nokkurn tíma rekið meðferðarheimili. En það húsnæði hefur staðið autt í einhverja mánuði.

Ekki rétti tíminn til fækka úrræðum

Spurði Bergþór út í það hvernig málið stæði hjá ráðherra.

Sagði Ásthildur alltaf hefði staðið til nýta húsið, upp hefðu komið spurningar um brunavarnir.

En þetta var kannski ekki alveg hefur ekki verið rétti tíminn, svo það sagt, á undanförnum vikum fækka úrræðum þó eitthvað hafi staðið í hægt nýta þau sem var gert ráð fyrir væri hægt nota, þannig þetta úrræði verður nýtt, vissulega, sagði Ásthildur í svari sínu.

Líkt og mbl.is hefur greint frá þá ákvað starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu fara sjálft í endurbætur á húsnæðinu í stað þess fara útboð, til bregðast hratt við úrræðaleysi.

Starfsfólkið vissi hins vegar ekki meðferðarheimili, þar sem fólk er innritað og útskrifað, félli í notkunarflokk 5 samkvæmt byggingarreglugerð. Taldi starfsfólkið heimilið ætti heima í notkunarflokki 3. Og var það ekki kannað áður en ráðist var í endurbætur á húsnæðinu. Töluvert ríkari kröfur eru gerðar um brunavarnir í mannvirkjum í notkunarflokki 5 en í flokki 3.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Bergþór Ólasonþingmaður Miðflokksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 388 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.