Heilsa og lífsstíllMenning og listir

„Mér fannst ég loksins hafa algjört frelsi til að gera það sem ég vildi“

Júlía Margrét Einarsdóttir

2025-03-30 13:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Tatiana Solovyeva er hönnuður og er leðurblómalistamaður með aðsetur í Reykjavík. Hún hefur síðustu mánuði hannað og búið til sjálfbær blóm úr notuðu leðri sem búa yfir þeim eiginleika þau endast, öfugt við lifandi blóm sem eru keypt úr búð. Verkefnið nefnir hún Nýtt líf gamla leðurjakkans míns, og það er sannarlega þannig sem vegferðin hófst.

Það var í desember árið 2024 sem hún skoraði á sjálfa sig gera eins margar tegundir blóma úr einum litlum leðurjakka og hún gæti. Ég átti örlítið skemmdan vintage leðurjakka sem hafði setið í fataskápnum mínum í nokkur ár, útskýrir Tatiana í samtali við menningarvef RÚV sem heimsótti Tatiönu í stúdíóið hennar.

Hún vinnur helst með ljóst leður því það gerir henni kleift gera tilraunir með fjölbreytt liti. Útkoman fór fram úr væntingum mínum, segir hún. Úr einum jakka gerði hún 25 blóm og úr afgangsleðrinu varð til eins konar hárkolla.

Aðsend/Sigurður Örn Ísleifsson

Tatiana er fædd árið 1966 í Moskvu og lærði verkfræði. Hún starfaði á því sviði í fjögur ár og svo sérhæfði hún sig í markaðsmálum. Hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurði Erni Ísleifssyni, árið 2007 og fluttist með honum frá Rússlandi til Íslands fjórum árum síðar.

Það var ekki löngu eftir hrun, atvinnutækifærin takmörkuð og Tatiana fann ekkert starf í þeim geira sem hún hafði áður verið í. Hún ákvað útrás fyrir sköpunarkraftinn. Ég hafði lausan tíma og ákvað dýfa mér í listina, segir hún.

Aðsend/Sigurður Örn Ísleifsson

Hún lærði húsgagnasmíði og bólstrun og vann við gera við húsgögn um hríð. En svo fór hana langa einbeita sér alfarið listsköpun. Mig langaði alltaf vinna með leður og vildi gera blóm.

Hvaðan hugmyndin kom segist hún sjálf ekki átta sig á. Ég veit ekki hvernig, en ég vildi gera blóm.

Og vegferðin hófst árið 2023. Ég var með leðurafganga sem ég vissi ekki hvað ætti gera við. Ég sagði við sjálfa mig í versta falli geturðu hent, sem er eitthvað sem ég geri aldrei. En ég yrði prófa. Ég byrjaði í desember og gerði fyrst rós því ég las einhvers staðar það væri erfitt blóm búa til.

Hún bjó til rós sem kom vel út og því næst orkídeu með rótum. Hún vissi hún væri á réttri leið og hefur gert fjölmörg blóm síðan. Mér fannst ég loksins hafa algjört frelsi til gera það sem ég vildi, segir Tatiana. Nokkur af blómum hennar verða til sýnis á sýningu, sem er hluti af Hönnunarmars, í Ráðhúsinu 36. apríl.

Nafnalisti

  • Sigurður Örn Ísleifsson
  • Tatianastúlkunafn
  • Tatiana Solovyeva

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 468 eindir í 30 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 25 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.