Sæki samantekt...
Geimferjunni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andøya fyrir hádegi í dag. Flugið varði aðeins í um hálfa mínútu. Skömmu eftir flugtak sást reykur berast frá flauginni og hún hrapaði svo til jarðar. Enginn var um borð.
Þýska fyrirtækið Isar Aerospace hefur unnið að hönnun og smíði ferjunnar í sjö ár. Þetta var fyrsta geimskot geimferju af þessu tagi frá Evrópu utan Rússlands.
Geimferjan hóf sig til flugs skömmu fyrir hádegi í dag. NTB
Til stóð að skjóta flauginni á loft fyrr í vikunni en geimskotinu hefur ítrekað verið frestað vegna veðurs.
Flaugin er hönnuð til að flytja litla gervihnetti á sporbaug jarðar. Enginn farmur var um borð í dag.
Forsvarsmenn Isar Aerospace hafa stillt væntingum í hóf í aðdraganda tilraunaflugsins. Fyrir flugtak sagði forstjórinn Daniel Metzler að hver sekúnda af flugtíma væri litin jákvæðum augum. Fyrirtækið næði sér í verðmæt gögn og mikilvæga reynslu, burtséð frá því hversu langt flugið næði.
Metzler gerði ekki ráð fyrir að geimferjan næði á sporbaug, engu fyrirtæki hefði tekist það í fyrstu tilraun.
Nafnalisti
- Daniel Metzler
- Isar Aerospace
- NTBnorsk fréttastofa
- Spectrumsönghópur
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 183 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,61.