Íþróttir

Valskonur fá seinni leikinn heima

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-04-01 09:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Seinni leikur Vals og Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta fer fram á Hlíðarenda.

Í dag kom í ljós fyrri leikur Vals og Conservas Orbe Zendal Bm Porrino færi fram á Spáni og seinni í N1höllinni á Hlíðarenda.

Fyrri leikurinn fer fram 10. eða 11. maí og seinni leikurinn 17. eða 18. maí.

Valur tryggði sér sæti í úrslitum EHF-bikarsins með tíu marka sigri á Iuventa Michalovce, 3020, á Hlíðarenda á sunnudaginn. Valur er fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í úrslit í Evrópukeppni.

Karlalið Vals komst í úrslit EHF-bikarsins á síðasta tímabili og mætti þar Olympiacos. Fyrri leikurinn fór fram á Hlíðarenda og seinni í Grikklandi. Þar tryggðu Valsmenn sér titilinn eftir sigur í vítakastskeppni.

Nafnalisti

  • Conservas Orbe Zendal Bm Porrino
  • Iuventa Michalovce
  • Olympiacosgrískt lið
  • ValurÍslandsmeistari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 126 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,79.