Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri

Ritstjórn DV

2025-04-01 09:38

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kvikuhlaup stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga en eldgos lætur bíða eftir sér. Á Facebook-síðu Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands er þó minnt á í þeirri hrinu sem hefur dunið yfir síðustu misseri hafi í sumum tilfellum verið enn lengri bið frá upphafi kvikuhlaups til upphags eldgoss en þegar hefur orðið í dag.

Í færslunni segir mikil skjálftavirkni áfram á báðum endum kvikugangsins. Nokkrir skjálftar í kringum 3 stærð hafi mælst síðan klukkan 8.30 vestarlega í Grindavíkurbæ og skammst vestan bæjarins.

Innskotið þyki í stærra lagi miðað við síðustu atburði, en þó í samræmi við það sem sást í undanförum eldgosana í desember 2023 og janúar 2024. Töluverð gliðnun fylgi innskotinu á breiðu belti.

Einnig er tekið fram komnar þrjár klukkustundir frá því hrinan hófst. Bið eftir eldgosi hafi mest verið um 350 mínútur frá upphafi hrinu til eldgossþað hafi verið í janúar 2024.

Nafnalisti

  • Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 159 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.