„Kolaportið virðist ekki vera að fara neitt“
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-04-03 16:50
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Hrafn Varmdal ætlar að halda rekstri Kolaportsins áfram þar til Reykjavíkurborg hefur gert samning við varanlegan rekstraraðila. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu.
Framtíð Kolaportsins hefur verið í ólestri síðan leigusamningur borgarinnar við ríkið vegna leigu á húsnæðinu í Tollhúsinu við Tryggvagötu rann út um svipað leyti og rekstraraðili þess varð gjaldþrota.
Hrafn, sem hefur rekið Bolabankann í Kolaportinu um árabil, hefur gert skammtímasamninga við borgina vegna rekstursins síðan. Borgarráð samþykkti 13. mars að auglýsa eftir varanlegum rekstraraðila fyrir Kolaportið.
„Kolaportið virðist ekki vera að fara neitt,“ segir Hrafn.
Nafnalisti
- Hrafn Varmdal
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 99 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,53.