Støre endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins
Þorgils Jónsson
2025-04-03 16:40
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, var í dag endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins til næstu tveggja ára.
Fréttaveitan NTB segir frá þessu.
Størevar einn í kjöri, en nokkur styr stóð um hann í vetur og flokkurinn stóð á tímabili höllum fæti í skoðanakönnunum.
Støre sagði í viðtali við NRK að staða hans hafi verið nokkuð krefjandi og fyrir þremur mánuðum síðan hafi hann ekki séð fram á þessa niðurstöðu. Hins vegar hafi hann fundið mikinn stuðning frá flokkssystkynum sínum.
Flokknum hefur vaxið ásmegin eftir að Miðflokkurinn gekk úr ríkisstjórnarsamstarfinu og Jens Stoltenberg sneri aftur í stjórnmálin sem fjármálaráðherra.
Verkamannaflokkurinn mælist nú aftur stærsti flokkur landsins með vel yfir 30 prósenta fylgi.
Nafnalisti
- Jens Stoltenbergframkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs
- Jonas Gahr Støreforsætisráðherra Noregs
- NTBnorsk fréttastofa
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 114 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,65.