Viðskipti

Segja þrefaldan Vestfjarðaskatt í fjármálaáætlun

Gréta Sigríður Einarsdóttir

2025-04-03 16:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í fjármálaáætlun fyrir 20262030 sem ríkisstjórnin kynnti í vikunni eru þrjár skattkerfisbreytingar sem Fjórðungssambandið telur koma hlutfallslega mjög illa niður á Vestfjörðum.

Gylfi Ólafsson, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, segir þar fyrsta nefna breytingar á veiðigjaldi sem komi illa við smáar útgerðir sem margar hafi barist í bökkum.

Númer tvö er hækkun á laxeldisgjaldi umfram það sem ákveðið hafði verið, segir Gylfi. Það á hækka það upp í 5% af alþjóðlegum markaði.

þriðja er innviðagjald á skemmtiferðaskip sem tók gildi um áramót. Nýlega var tilkynnt hún yrði ekki endurskoðuð.

Fjórðungsþing vill ríkið endurskoði áformin

Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkti í gær ályktun um lýsa miklum áhyggjum af þessum breytingum á gjaldtöku. Í ályktuninni segir jafnframt: Þessir þættir, auk kílómetragjalds, kolefnisgjalds og óvissu í tengslum við flug til Ísafjarðar, eru til þess fallnir draga úr samkeppnishæfni atvinnulífs og sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Gylfi gagnrýnir litið á skemmtiferðaskip og laxeldi sem óþrjótandi auðlind sem hægt rukka um hvað sem er. Hann bendir á Vestfirðir séu útflutningsdrifið hagkerfi sem megi illa við óvissu og hækkunum.

Þá búi Vestfirðir við erfiðar vetrarsamgöngur. Ferðaþjónusta reiði sig þeim mun meira á komur skemmtiferðaskipa.

Höfuðborgin ekki skattlögð á sama hátt

Varðandi veiðigjöldin þá kannski segja við séum í skotlínunni í hráskinnaleik ríkisins gegn stórútgerðinni þar sem litlu og meðalstóru útgerðirnar sem eru hérna þónokkrar geta komið mjög illa út úr því, sagði Gylfi.

Við sjáum ekki það verið gera sambærilegar skattkerfisbreytingar sem snúa höfuðborgarsvæðinu. Þetta á eftir hafa mjög slæm áhrif á Vestfirði og setur margvíslega uppbyggingu í óvissu, segir Gylfi.

Nafnalisti

  • Gylfi Ólafssonforstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 302 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 94,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.