Viðskipti

Áfram unnið að stefnumótun um fæðuöryggi

Innanríkisráðuneyti

2025-03-31 14:19

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjallað hefur verið um lokun kornmyllu Kornax í fjölmiðlum síðustu daga og kallað eftir viðbrögðum atvinnuvegaráðherra.

Það er miður einu kornmyllu landsins verði lokað en ekki verður séð það feli í sér ógn við fæðuöryggi landsins líkt og fullyrt hefur verið.

Hveitimylla Kornax hefur starfað í Reykjavík frá árinu 1987 og hefur húsnæðið verið í eigu Faxaflóahafna um árabil. Fram hefur komið í fjölmiðlum fyrirtækið hafi áformað byggja upp kornmyllu á Grundartanga en ekki hafi fengist viðeigandi starfsleyfi vegna nálægðar við mengandi atvinnustarfsemi.

Lögum samkvæmt fellur það í hlut Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, ekki atvinnuvegaráðuneytis, fjalla um málið og meta hvort skilyrði til starfseminnar með hliðsjón af áformum fyrirtækisins rúmist innan gildandi löggjafar. Fyrirsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir Kornax sjái sér ekki lengur hag í sækja aftur um leyfi heldur verði flutt inn unnið hveiti í stað óunnins.

Það er fyrirtækisins meta hvernig uppbyggingu innviða þess verður háttað og hefur ráðuneytið ekki heimildir í lögum til grípa inn í áform, viðskiptaáætlanir eða samninga framleiðenda kornafurða eða skipulagsáætlanir Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar.

Við núverandi aðstæður er óverulegt magn af innlent ræktuðu hveiti á neytendamarkaði. Innlend framleiðsla á korni til manneldis er um 1% af heildarneyslu en unnið er eflingu kornræktar á Íslandi í samræmi við aðgerðaáætlun þar um.

Til aðgerða sem eiga stuðla aukinni innlendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis verður árlega veitt 378 m.kr. Á árinu 2027 hækkar framlagið um 100 m.kr. og verður árlegt framlag 478 m.kr. á árunum 20272030.

Ráðuneytið fól Landbúnaðarháskóla Íslands gera tillögu magni og tegundum þeirra aðfanga sem nauðsynleg eru til matvælaframleiðslu ef aðfangakeðjur rofna. Nauðsynleg aðföng eru m.a. eldsneyti og áburður en einnig fóður. Þá hefur ráðuneytið falið Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gera tillögu varðandi matvæli sem metið verður út frá lágmarksnæringarþörfum landsmanna og tekið verður sérstakt tillit til aldursamsetningar þjóðarinnar og til viðkvæmra hópa með sérþarfir.

Samráð verður haft við Embætti landlæknis við vinnslu tillagnanna og von er á niðurstöðum fyrir mitt ár 2025.

Ríkisstjórnin mun áfram vinna stefnumótun og aðgerðum til tryggja neyðarbirgðir í landinu.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 364 eindir í 16 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,71.