Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu
Oddur Ævar Gunnarsson
2025-03-26 09:45
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn.
Frá þessu greinir norski miðillinn VG. Ingiríður er dóttir Hákons krónprinsar og því framtíðar erfingi krúnunnar. Í frétt miðilsins segir að Haraldur konungur, Hákon krónprins og Ingiríður muni taka á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni þegar þau mæta til Noregs í opinbera heimsókn 8. til 10. apríl næstkomandi. Auk þeirra munu Sonja drottning og Mette-Marit krónprinsessa verða viðstaddar.
Ingiríður Alexandra er eins og áður segir 21 árs og gegnir nú herskyldu í Troms sýslu í norðurhluta Noregs. Hún hefur dvalið á Skjold herstöðinni síðan í janúar. Fram kemur í frétt VG að opinberar heimsóknir séu einar þær mikilvægustu í samskiptum ríkja og því sé um mikil tímamót fyrir Ingiríði að ræða.
Hélt í höndina á Dorrit
Fram kemur að tekið verði á móti forsetahjónunum í konungshöllinni í Osló. Gengið verði um garðinn, forsetahjónunum svo boðinn hádegisverður. Um kvöldið verði galakvöldverður og mun Ingiríður mæta á alla viðburði.
Ingiríður mætti fyrst til Íslands þegar hún var fimm mánaða gömul í júní árið 2004. Norska ríkisútvarpið birtir meðal annars mynd frá þessum tíma þar sem má sjá Ingiríði sem ungabarn á mynd með foreldrum sínum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff. Sú litla hélt í fingur Dorritar á myndinni.
Fram kemur í frétt NRK að Ingiríður ljúki brátt herskyldu sinni í norðurhluta Noregs. Ekki sé vitað hvað hún muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Nafnalisti
- Björn Skúlasonverkstjóri áhaldahúss í þorpinu
- Dorritað tvínóna við hlutina
- Dorrit Moussaiefffyrrverandi forsetafrú Íslands
- Hákonsonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum í Dýrafirði, og k.h., Helgu Árnadóttur húsfreyju
- Hákonsbróðir
- Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
- Haraldurþrautreyndur geðlæknir sem starfaði um árabil í Bretlandi og síðar
- Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa
- Mette-Maritnorsk krónprinsessa
- Ólafur Ragnar Grímssonfyrrverandi forseti lýðveldisins
- Sonjaeinkahlutafélag
- Tromsfylki
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 274 eindir í 18 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 88,9%.
- Margræðnistuðull var 1,61.