Dómari stöðvar brottvísun mótmælaforingja um stundarsakir
Þorgrímur Kári Snævarr
2025-03-11 05:34
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Alríkisdómari í New York hefur stöðvað væntanlega brottvísum Mahmouds Khalil, eins af leiðtogum stúdentamótmælanna gegn Gazastríðinu í Columbia-háskóla, tímabundið. Khalil var handtekinn í fyrradag af innflytjendalögreglu alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera handhafi græns korts sem á að tryggja honum varanlegt búsetuleyfi í Bandaríkjunum. Dómstóllinn tók ákvörðun um að Khalil yrði ekki vísað úr landi á meðan afstaða væri tekin til kæru hans gegn brotvísuninni. Mál Khalils verður tekið til meðferðar á miðvikudaginn.
Handtaka Khalils var réttlætt með vísan til stjórnartilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um bann við Gyðingahatri og til þess að Khalil hefði stýrt aðgerðum til stuðnings Hamas, sem væru skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Trump lét þau orð falla á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að handtaka og væntanleg brottvísun Khalils væri aðeins hin fyrsta af mörgum.
„Við vitum að það eru fleiri nemendur við Columbia og aðra háskóla um allt land sem hafa tekið þátt í aðgerðum til stuðnings hryðjuverkum og á móti Gyðingum og Bandaríkjunum,“ skrifaði Trump. „Margir eru ekki nemendur, heldur launaðir æsingamenn. Við munum finna, handtaka og brottvísa þessum hryðjuverkaelskendum úr landinu okkar-svo þeir snúi aldrei aftur. Ef þið styðjið hryðjuverk, þar á meðal slátrun saklausra karla, kvenna og barna, er nærvera ykkar andstæð þjóðar- og öryggishagsmunum okkar, og þið eruð ekki velkomin hér. Við væntum þess að hver einasti háskóli í Bandaríkjunum hlýði.“
Khalil hefur ekki verið sakaður um eða kærður fyrir neinn glæp. Borgararéttindasamtökin American Civil Liberties Union (ACLU) fordæmdu handtöku hans og lýstu henni sem aðför gegn málfrelsi. Nokkur hundruð mótmælendur komu saman fyrir utan skrifstofu innflytjendastofnunarinnar á Manhattan í gær og kröfðust þess að Khalil yrði látinn laus.
Nafnalisti
- ACLUalvarlegt brot gegn réttinum til trúfrelsis
- American Civil Liberties UnionACLU
- Columbiaútgáfurisi
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Mahmouds Khalil
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
- Truth Socialsamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 286 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 64,3%.
- Margræðnistuðull var 1,63.