Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir
2025-03-26 20:02
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar segir íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum.
Í vikunn hefur farið fram alþóðlegur leiðtogafundur um málefni kennara í Hörpu, þar sem kennarar og menntamálaráðherrar víða að hafa komið saman til að ræða áskoranir í menntakerfinu. Sérstaklega hefur verið til umræðu mikilvægi fyrsta skólastigsins, leikskólans. yfirmaður menntamála hjá OECD segir Ísland setja gott fordæmi.
„Fyrstu árin eru virðistengd og snúast um barnið, ég held að umheimurinn hafi mikinn áhuga á að læra af Íslandi hvernig hægt sé að byggja upp sterkan grunn fyrir lífið,“ segir Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD.
Snjallsímanotkun og einkunnaverðbólga
Andreas er höfundur Písa-könnunarinnar, þar sem Íslenskir nemendur hafa mælst mjög langt á eftir á undanförnum árum — til dæmis í lestri. Hann segir horfurnar ekki biksvartar.
„Þeir geta gert hluti, ekki bara munað atriði úr skólanum. Við sjáum hátt stig tilfinningalegrar seiglu, nemendur á Íslandi geta lagað sig að breyttum aðstæðum, gæði félagslegra tengsla eru mjög mikil,“ segir Andreas.
„En þegar kemur að bóklegum niðurstöðum eru þær langt fyrir neðan það sem maður myndi búast við miðað við það fé sem fer til menntunar á Íslandi.“
Þar megi til dæmis kenna snjallsímanotkun og einkunnaverðbólgu um.
„Kerfið gæti verið metnaðarfyllra og haft meiri og stöðugri væntingar til ungs fólks, sérstaklega þegar það kemur úr erfiðum aðstæðum.“
Menntastofnanir eigi undir högg að sækja
Formaður Kennarasambands Bandaríkjanna er viðstaddur fundinn en ráðherra landsins í málaflokkinum ekki. Donald Trump Bandaríkjafoseti hefur lýst því yfir að hann ætli að leggja menntamálaráðuneytið niður.
„Við vitum, sem kennarar, að almenningsfræðsla, að sérhver nemandi hafi ókeypis og alhliða aðgang að menntun, er grunnurinn að lýðræði okkar,“ segir Rebecca S. Pringle, formaður bandaríska kennarasamabandsins.
Nafnalisti
- Andreas Schleicheryfirmaður menntamála hjá OECD
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Harpatónlistar og ráðstefnuhús
- Rebeccaeins konar dýraathvarf ásamt fjölskyldu sinni
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 331 eind í 18 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,54.