Veður

Hættumatið hefur verið uppfært

Ritstjórn mbl.is

2025-04-01 09:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hættumat hefur verið uppfært vegna kvikuhlaups á Sundhnúkagígaröðinni. Vegna kvikuhlaups eru auknar líkur á eldgosi sögn Veðurstofu Íslands.

Hætta á svæði 3 hefur verið færð í mikla hættu (fjólublátt) og á svæði 4 (Grindavík) hefur hætta farið úr töluverðri hættu í mikla (rautt).

Hættumatið gildir til 2. apríl klukkan 9.00, svo framarlega sem engar breytingar verða á aðstæðum, segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 75 eindir í 4 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,55.