Sæki samantekt...
„Við erum viðbúin og viðbrögðin koma til með að mótast af því sem að raungerist ef það raungerist,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Kvikuhlaup er hafið á Reykjanesskaga og líkur á eldgosi eru taldar miklar.
Fylgjast vel með
Í samtali við mbl.is segir Jón Þór ákveðna grunnhópa hafa verið boðaða út til að vera á vaktinni í samhæfingarstöð almannavarna og taka þátt í aðgerðastjórn á Suðurnesjum. Þá aðstoðaði björgunarsveit Grindavíkur, Þorbjörn, við að rýma Grindavík í morgun.
Hann segir slysavarnafélagið nú vera á verðinum og fylgjast með þróun mála.
Nafnalisti
- Jón Þór Víglundssonupplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl. is
- Þorbjörnséð frá hlíðum Sýlingafells
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 97 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,50.