ViðskiptiStjórnmál

„Svar ráðherra dregur ekki úr áhyggjum mínum“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 22:20

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Formaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á því ekki liggi fyrir greiningar um hver nettóáhrif hækkun veiðigjalda muni verða á ríkissjóð. Enn fremur geti hækkunin ollið auknu atvinnuleysi og minni skatttekjum.

Þessar breytingar virðast hafa verið unnar í flýti án samráðs við þau samfélög sem reiða sig einna helst á sjávarútveg og án greiningar á áhrifum á atvinnulíf í sjávarbyggðum eða aðkomu fólks sem hefur lífsviðurværi sitt af greininni, sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Undarlegt ekki lagt mat á afleidd áhrif á ríkissjóð

Guðrún sagði miklu máli skipta það ríkti góð sátt um sjávarútveg í samfélaginu. Hún sagði enn fremur Sjálfstæðisflokkinn vera tilbúinn til leita leiða til betrumbæta reglur í umgjörð atvinnugreinarinnar.

Það verði aftur á móti vera vandað til verka.

Því vekur það undrun ekkert mat hefur verið lagt á afleidd áhrif á ríkissjóð eða atvinnustig. Samt hefur ráðherra talað um sanngirni og réttlæti í þessu kerfi. Þetta kann leiða af sér minni afleiddar tekjur og færri störf sem framkalla minni skatttekjur og aukið atvinnuleysi. Því vil ég spyrja ráðherra hæstvirtan, hvernig samræmist það vandaðri stjórnsýslu og réttlætissjónarmiðum leggja fram slíkar breytingar án nauðsynlegs undirbúnings og samráð samráðs við þau samfélög og atvinnuvegi sem breytingarnar snerta hvað mest? spurði Guðrún.

Hefur ríkt gap á milli þjóðar og útgerðar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði það hefði ríkt gap á milli þjóðar og útgerðar og ekki ríkt sátt um hvað réttlátur arður þjóðarinnar af nýtingu auðlindarinnar ætti vera.

Hvað varðar greiningar þá var farið í þær. Það er að segja áhrifin á útgerðina á einstaka útgerðarfélög. Frítekjumarkið er hækkað og þetta er í samráðsgátt. Ég er sannfærð um það það er enginn hér inni sem telur það hlutverk stjórnmálanna eða þeirrar sem hér stendur sem ráðherra málaflokksins svara því ef viðbrögð útgerðarfyrirtækja verða loka vinnslum úti á landi. Það er algerlegaog ég ætla bara leyfa mér segja þaðgalin framkvæmd í atvinnugrein sem malar gull, sagði Hanna Katrín.

Hún sagði enn fremur áhrifin af hækkun veiðigjalda ráðast af því hvernig útgerðin bregst við hækkununum.

Áhætta með almannafé til slá pólitískar keilur

, virðulegi forseti, svar ráðherra dregur ekki úr áhyggjum mínum. Veruleg hækkun veiðigjalda getur haft veruleg áhrif á umsvif og afleidd umsvif í sjávarútvegi og þar með á aðrar tekjur ríkissjóðs, svo sem tekjuskatt, tryggingargjald og virðisaukaskatt, sagði Guðrún og bætti við engin greining lægi fyrir á þessum áhrifum.

Því spyr ég aftur: Telur ráðherra forsvaranlegt leggja fram tillögur um stórkostlega auknar álögur á atvinnugrein án þess fyrir liggi hver nettóáhrifin verði á ríkissjóð? Og ef ríkisstjórnin hefur enga hugmynd um þau áhrif, er þá ábyrgt taka slíka áhættu með almannafé bara til slá pólitískar keilur? spurði Guðrún.

Hanna Katrín sagði Guðrúnu vera full svartsýna og kvaðst vonast til þess Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki skipa sér í sveit með stórútgerðinni með það það séu eðlileg viðbrögð við þessari eðlilegu leiðréttingu láta það koma niður á fólkinu á landsbyggðinni og hóta lokun á vinnslu umfram það sem efni standa til.

Nafnalisti

  • Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson
  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
  • Hanna KatrínFriðriksson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 565 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 88,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.