Villingavatn til skógræktar

Ritstjórn mbl.is

2025-03-28 16:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hollenska félagið Heartwood Afforested Land ehf. áformar stórfellda skógrækt á jörðinni Villingavatni í Grímsnes- og Grafningshreppi sem er við sunnanvert Þingvallavatn, skammt vestan Úlfljótsvatns.

Jörðin er um 1.700 hektarar stærð og er ætlunin rækta skóg á 1.300 hekturum lands, en markmiðið með skógræktinni er sagt kolefnisbinding, trjánytjar og uppgræðsla á röskuðu landi.

Hafa áform þessi verið til umsagnar á vef Skipulagsstofnunar upp á síðkastið og beðið er ákvörðunar stofnunarinnar um hvort framkvæmdin matsskyld gagnvart umhverfisáhrifum.

Í lýsingu á verkefninu kemur m.a. fram ætlunin rækta a.m.k. fjórar tegundir trjáa; alaskaösp, greni, lerki eða furu og birki. Ösp og greni verða þar í aðalhlutverki með samanlagt um 5060% hlutdeild.

Þessar trjátegundir eru sagðar gjöfular tegundir í skógrækt á Íslandi og í nærumhverfi Villingavatns séu dæmi um góðan vöxt þessara tegunda. Vaxtarhraði alaskaaspar og grenis er tiltölulega mikill sem þýðir þær binda kolefni hratt og skapa þ.a.l. verðmætt timbur fyrr en hægvaxta tegundir.

Lesa meira um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nafnalisti

  • Heartwood Afforested

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 180 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,52.