Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands - Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins
Hörður Snævar Jónsson
2025-03-12 13:25
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins greindi frá þessu í dag.
Orri er framherji Real Sociedad og mun taka við bandinu af Aroni Einar Gunnarssyni sem hefur borið það í mörg ár.
Meira:
Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með-Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
Í fjarveru Arons hefur Jóhann Berg Guðmundsson verið fyrirliði.
„Það verður nýr fyrirliði í landsliðinu, Orri Steinn verður nýr fyrirliði,“ sagði Arnar á fundinum.
Hákon Arnar Haraldsson verður varafyrirliði liðsins.
„Aron er frábær karakter, Jói og Sverrir þurfa ekki fyrirliðabandið til að vera leiðtogar þessa hóps. Núna gefa þeir af sér og styðja okkar ungu nýju leiðtoga.“
„Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir,“ sagði Arnar um viðbrögð eldri manna en segir þá sýna þessu skilning.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Aron Einar GunnarssonFyrirliði
- Gylfihandtekinn á heimili sínu í Manchester
- Hákon Arnar Haraldssonlandsliðsmaður
- Jóhann BergGuðmundsson
- Jóhann Berg Guðmundssonleikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni
- JóiJóhann Berg Guðmundsson
- Orri Steinn Óskarssonframherji
- Real Sociedadspænskt lið
- Sverrirforstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðarráðherra 1983-85, menntamálaráðherra 1985-87 og bankastjóri Landsbanka Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 146 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,50.