„Það verða allir pínulítið skrítnir við svona aðstæður“
Bjarni Pétur Jónsson
2025-03-31 10:14
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Mikið uppþot varð í Sanae-IV rannsóknarstöðinni á Suðurskautslandinu fyrr í þessum mánuði. Einn úr hópi leiðangursmanna er sakaður um gróft ofbeldi og líflátshótanir. Hann er sagður hafa ráðist á félaga sinn og er einnig sakaður um kynferðisofbeldi. Algengt er að það komi til ósættis í löngum leiðöngrum á Suðurskautslandið því einangrunin er mikið og erfið að eiga við. Níumenningarnir í Sanae-stöðinni verða þar í sextán mánuði og eru því næstum hálfnaðir með leiðangurinn.
Ólafur Ingólfsson, prófessor emiritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hefur farið í fimm leiðangra á Suðurskautslandið, í nokkra mánuði í senn og segir að einangrunin reynist mörgum erfið.
„Það verða allir pínulítið skrítnir við svona aðstæður. Og það er vel þekkt að í svona leiðöngrum, við svona mikla einangrun að þá getur þetta brotist fram í átökum. Þetta er greinilega það sem er kallað kofakvíði eða kofasótt, það er að segja það hefur eitthvað gerst þar sem fólki finnst sér ógnað og fólki finnst það ekki ráða við þessar aðstæður þá er fyrsta hugsun manna ef þú ert kominn í aðstæður sem þú ræður ekki við þá viltu koma þér í burtu,“ segir Ólafur.
Ólafur fór í fimm sinnum í leiðangur til jarðfræðirannsókna á Suðurskautslandinu á árunum 1987 til 2000. Þeir voru flestir á bilinu 2–3 mánuðir, yfir sumartímann á þessum slóðum sem er í desember, janúar og febrúar og stundum fram í mars.
Meðalvindur yfir þrjátíu metrar á sekúndu
„Þetta er náttúrulega á margan hátt mjög heillandi en þetta er líka erfitt og krefjandi. Sumir hlutar Suðurskautslandsins, þar eru stormar mjög tíðir og meðalvindhraði yfir árið, til dæmis á mosonland er mældur fárviðri, það er að segja meðalvindurinn yfir árið er þrjátíu metrar á sekúndu. Það er kalt, það eru vond veður, vinnan getur verið mjög lýjandi og jafnvel hættuleg. Þannig að þetta er dálítið blandað en það sem upp úr stendur er náttúrulega alltaf fyrir mig, alla vega sem náttúrufræðing, eru náttúruupplifanirnar en maður getur hugsað eftir á að þær hafi sumar verið keyptar ansi dýru verði, í erfiði,“ segir Ólafur.
Uppþotið í suðurafrísku rannsóknarstöðinni Sanae IV, nyrst á Suðurskautslandinu um miðjan þennan mánuð. Þar eru núna níu manns. Þau hófu leiðangurinn fyrir áramót og snúa ekki aftur fyrr en í desember.
Eldhús, bar og sánaklefi í Sanae-stöðinni
Eins og Ólafur lýsti er meira en að segja það að hafa vetursetu á Suðurskautslandinu. Það gera tæplega þúsund manns á hverju ári en um fimm þúsund eru þar yfir sumartímann. Þá er hægt að sinna rannsóknarstörfum en þeir sem hafa vetursetu í Sanae-stöðinni gera lítið af því. Þeirra helsta hlutverk er að halda stöðinni gangandi og sinna viðhaldi.
Og stöðin er um margt merkileg. Hún var reist á fjallstindi sem nefnist Vesleskarvet rétt fyrir síðustu aldamót. Hún er þrískipt, húsnæðið alls rúmlega þrjú þúsund fermetrar og búin flestum nútímaþægindum, þar er eldhús, bar, leikherbergi, íþróttaaðstaða, sána og fleira auk fullbúinnar aðstöðu til rannsókna, skrifstofur og tilraunastofur og allt sem því fylgir.
Þar er mikið lagt upp úr sjálfbærni en stöðin er knúin þremur dísilrafstöðvum og þar er því nægt rafmagn, hægt að halda hita í húsum við 15–20 gráður og ágætis tenging við umheiminn, með bæði síma og sæmilega brúklega internettengingu.
„Velti stöðugt fyrir mér hvort ég gæti orðið næsta fórnarlamb.“
Og það veitir ekki af því dvölin getur verið löng. Þeir sem eru í stöðinni núna verða þar í sextán mánuði, og eru hálfnaðir í sínum leiðangri. Þetta eru níu, sex karlar og þrjár konur. Þar af eru þrír verkfræðingar, einn veðurfræðingur, vísindamenn og svo læknir. Það er alltaf settur einn leiðtogi yfir hópnum og einn til vara, og þeir eru í reglulegum í samskiptum við yfirmenn sína í Höfðaborg í Suður-Afríku, tæplega 4.300 kílómetra í burtu.
Þangað kemur enginn eða fer yfir vetrartímann og einangrunin því alger, sem hefur haft sitt að segja fyrir leiðangursmenn í Sanae-stöðinni. Þar fór hreinlega allt á annan endann fyrr í þessum mánuði. Grípum niður í tölvupóst sem einn úr hópnum sendi til yfirmanna sinna í Höfðaborg.]]“ Því miður hefur hegðun hans versnað mikið og að því marki að það er orðið mjög óhugnanlegt. Hann réðist á (…) sem er auðvitað gróft brot á þeim reglum sem hér eru í gildi.“ [[Í póstinum segir hann að ástandið hafi versnað mikið undanfarið. Sami maðurinn hafi ráðist á leiðtoga hópsins og áreitt annan kynferðislega.]]“ Og þar að auki þá hótaði hann að drepa (bíííííb) og svoleiðis hótanir gera auðvitað alla mjög hrædda. Ég hef miklar áhyggjur af eigin öryggi og velti stöðugt fyrir mér hvort ég gæti orðið næsta fórnarlamb.“ [[Hann segist ekki teysta sér til að vera nálægt þessum manni lengur og krefst þess að hann verði fjarlægður áður en veturinn skellur á af fullum krafti. Ólafur segir að einangrunin reynist mörgum erfið.
Kofakvíði og mikið álag
„Þetta er náttúrulega greinilega það sem er kallað kofakvíði eða kofasótt það er er eitthvað gerst þar sem fólki finnst sér ógnað og fólki finnst það ekki að ráða ráða við þessar aðstæður þá er fyrsta hugsun manna en þú ert kominn í aðstæður sem hún ræður ekki við þá viltu koma henni í burtu þú vilt losa þig út úr aðstæðunum ef þú telur ekki hefði getað leyst málin á staðnum er í burtu þarna ertu kominn í aðstæður þar sem hún kemst ekki í burtu og það getur fylgt því alveg rosalegt stress.“
Álagið sem þessu fylgir er mikið og það á eftir að aukast, segir jarðfræðingurinn Herman Van Niekerk sem er nýkominn frá Sanae-stöðinni úr þriggja mánaða leiðangri. Hann segir ástandið afar slæmt og eigi eftir að versna. Því núna taki myrkrið við, en frá mars er myrkur á Suðurskautslandinu nánast allan sólarhringinn í rúma níu mánuði. Þá sé algengt að leiðangursmenn snúi sólarhringnum við, og sumir freistist til þess að vaka á nóttunni þegar hinir í hópnum eru sofandi. Sem er afar flókið við þessar aðstæður. Og Van Niekerk segir að þess vegna hafi nokkrir úr hópnum þrýst mjög á um björgun hið fyrsta.
Sálfræðingar í stöðugu sambandi við alla
„Björgunarleiðangrar á þessar slóðir eru afar flóknir og kostnaðarsamir. Yfirvöld í Suður-Afríku segja ekki á döfinni að senda skip eða flugvél til aðstoðar og reynt verði að aðstoða hópinn. Sálfræðingar eru í stöðugu sambandi við alla og reynt verður að koma til móts hópinn með öðrum hætti, áður en björgunaraðgerðir koma til greina. Eins og áður segir er stöðin rúmlega 4.300 kílómetra frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Það er býsna langt. Þangað tæki um sex klukkustundir að fljúga, það er ekki farið á þyrlum þangað yfir vetrartímann og að sigla tæki um tvær vikur. Og veðrið og aðstæðurnar eru svo líklega það flóknasta af þessu öllu. Svo það verður reynt að fresta björgunarleiðangri eins og kostur er.“
Flugvélarnar geta frosið fastar á ísnum
„Á veturna er þetta mjög flókið og erfitt verkefni við skulum ekki gleyma því þú ert kominn inn á sjálfar ísbreiðurnar langt frá ströndinni þá getur hitinn farið niður í mínus sextíu gráður og meira jafnvel. Við þær aðstæður er mjög erfitt að lenda flugvélum. Skíðaflugvélarnar eru yfirleitt ekki mjög stórar og þetta eru gríðarlegar vegalengdir, þær geta þurft að millilenda á einhverjum stöðum til að taka eldsneyti. Þegar síðan lenda þá myndast ákveðinn varmi milli skíðanna og snjósins sem getur leitt til þess að það verður einhver smá bráðnun og ef þær stoppa þá geta þær hreinlega frosið fastar. Þannig að björgunaraðgerðir þær geta verið mjög erfiðar og gríðarlega kostnaðarsamar.“
Ólafur býst við því að hópnum takist að greiða úr þessu en fleiri deilur eigi líklega eftir að koma upp. Aðstæðurnar séu með þeim hætti og mjög erfitt að búa við þær, þótt allir í hópnum séu sérþjálfaðir til þess.
Hann segir áhrif einangrunar vel þekkt af heimskautasvæðunum og hafi verið lýst fyrst í Belgíuleiðangrinum 1897–1899 en það var í fyrsta sinn sem hópur hafði vetursetu á Suðurskautslandinu. Þar voru margir þekktir landkönnuðir, þar á meðal Norðmaðurinn Roald Amundsen og skipslæknirnir Frederik Cooke, sem fyrstur lýsti áhrifum einangrunarinnar á mannskapinn.
Ætlaði gangandi heim til Belgíu
„Þar gengu tveir skipverjar af vitinu, annar þeirra ætlaði að drepa í yfirvélstjórann út af einhverju sem enginn vissi hvað var, einhverju sem var bara í hausnum á honum. Hinn skipverjinn sagðist bara ekki nenna þessu lengur að pakka saman og leggja af stað labbandi heim til Belgíu. Þannig að þetta er vel þekkt. Nákvæmlega hvað það er sem gerist, það er sem sagt einhvers konar samþættingur líkamlegra áhrifa og truflana á líkamsstarfsemi, hormónatruflanir, svefntruflanir og svona og síðan náttúrulega þetta stress sem er í þessu umhverfi. Þetta er mjög erfitt umhverfi, mikill kuldi, þú getur ekki farið neitt og þá verður það náttúrulega sálrænt.“
„Þetta er eins konar loftkæling heimsins.“
En það er ástæða fyrir því að fólk leggur allt þetta á sig. Og það er fyrir okkur hin. Þessi hópur og margir aðrir eru að safna gögnum um þróun Suðurskautslandsins, bráðnun jökla og áhrif þess á vistkerfið, bæði þar og svo um allan heim.
Og þau geta orðið töluverð því Suðurskautslandið er stærsti jökull eða stærsta ísþekja í heimi, alls um fjórtán milljónir ferkílómetra. „Það má eiginlega segja að Suðurskautslandið og jöklarnir þar og hafísinn, þetta er eins konar loftkæling heimsins. Ef að jöklarnir á Suðurskautslandinu hyrfi og hafísinn hyrfi þá mundi hnattrænt hitastig vera átta til tíu gráðum hærra en í dag og ef jöklarnir byrja að bráðna í vaxandi mæli þá getur það leitt til mjög hraðrar hækkunar hafsyfirborðs. Á sama tíma og við vitum þetta þá verðum við að viðurkenna að við vitum ekki mjög mikið um hvað nákvæmlega er að gerast með þessa miklu ísþekju. Og þetta vekur fólki mikinn ugg því þessar breytingar geta gerst mjög hratt. Og þess vegna er sú starfsemi sem þarna fer fram gríðarlega mikilvæg,“ segir Ólafur.
Dómsdagsjökullinn gæti hækkað sjávarborð um 60 sentimetra
Ólafur rannsakaði lengi jöklasögu Suðurskautslandsins og segir að sífellt fleiri ísþiljur séu að hrynja frá Suðurskautslandinu, nú sé það að færast í aukana og sunnar-sem sagt jöklar kelfa hraðar og í kaldari sjó en áður-á svæðum þar sem afar lítið var um það áður.
„Nú er svo komið að það eru þarna kerfi eins og Thwaites jökullinn sem hefur verið kallaður dómsdagsjökull. Við sjáum að hann er að hörfa mjög hratt og hann er að þynnast. Og það veldur mönnum miklum upp, menn eru að mæla sjávarhita náttúrulega. Og það veldur mönnum ugg að sjávarhiti á þessum slóðum sem var kannski mínus ein gráða. Hann er að mælast nú með allt upp í plús eina gráðu sem veldur mikilli bráðnun. Og Thwaites jökullinn er kallaður dómsdagsjökull, því að ef hann myndi hrynja sem getur gerst það getur gerst hratt þá mundi hækka í yfirborði sjávar um sextíu sentimetra á heimsmælikvarða. Þannig að þetta eru gríðarlega stórir viðburðir sem geta gerst en alveg tvímælalaust að það er einhugur meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun, hún er raunveruleg, hún er mæld og hefur veruleg áhrif á það sem er að gerast við Suðurskautslandið,“ segir Ólafur.
Nafnalisti
- Frederik Cooke
- Ólafur Ingólfssonprófessor
- Roald AmundsenNorðmaður
- Sanae IV
- Thwaitesgestakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 1965 eindir í 96 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 80 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,66.