Stjórnmál

Ásmundur Einar fundaði með Ásthildi Lóu

Ritstjórn mbl.is

2025-03-20 09:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ásmundur Einar Daðason segist hafa átt góðan fund með arftaka sínum, Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra, á föstudag.

Hann segir hana eiga stórt hrós skilið og óskar henni til hamingju með mikilvægan áfanga í málefnum barna.

Vísar hann þá til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um taka við framkvæmd og ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem búsett eru utan heimilis. Samkomulag þess efnis var undirritað í gær.

Ásmundur segir Ásthildi Lóu hafa greint honum frá samkomulaginu í trúnaði á fundi þeirra fyrir helgi.

Þetta kemur fram í færslu Ásmundar á Facebook.

Nýr ráðherra fari vel af stað

Í færslunni segist Ásmundur ekki hafa sett inn neitt sem tengist stjórnmálum fyrir jól en finni hann fyrir þörf til tjá sig.

til með óska öllum þeim sem þessu hafa komið innilega til hamingju. Það er vel gert þetta eitt af fyrstu stóru málum ríkisstjórnarinnar í málefnum barna. Mér finnst nýr ráðherra fara vel af stað og það er mikilvægt loknum þessum áfanga fái hún fullan stuðning við framfylgja þessu verkefni á næstu misserum, segir í færslu Ásmundar.

Hann segist hafa fulla trú á því við getum verið bjartsýn. Segir hann forystufólk ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra séu leggja ríka áherslu á forgangsraða í þágu barna og ungmenna.

Kraftmikil yfirlýsing forsætisráðherra af þessu tilefni undirstrikar sterkt þá áherslu. Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir þennan áfanga og mér finnst við eiga viðurkenna og segja það þegar vel er gert. Þau er fara vel af stað í þessum málum. Til hamingju og áfram gakk!

Nafnalisti

  • Ásmundur Einar Daðasonþáverandi félags- og barnamálaráðherra
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 281 eind í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 82,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.