Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni
Ingvi Þór Sæmundsson
2025-03-31 10:03
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl.
Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Hafnfirðingar endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili.
Byrjum á því jákvæða. Kjartan Kári Halldórsson skrifaði undir nýjan samning við FH þrátt áhuga annarra liða. Hann var besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili ásamt Birni Daníel Sverrissyni; skoraði átta mörk og lagði upp níu. En ef frá er talin staðfesta Kjartans Kára hafa jákvæðu fréttirnar úr Kaplakrika á undirbúningstímabilinu verið heldur fáar.
Logi Hrafn Róbertsson og Ólafur Guðmundsson eru farnir í atvinnumennsku og munar um minna. Ísak Óli Ólafsson er meiddur og FH-liðið er nánast miðvarðalaust korteri í mót. Eins og staðan er núna gæti verið að bakverðirnir Jóhann Ægir Arnarsson og Böðvar Böðvarsson standi vaktina í miðri vörninni í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni mánudaginn 7. apríl.
Birkir Valur Jónsson er kominn til að spila stöðu hægri bakvarðar og Bragi Karl Bjarkason kom svo frá ÍR en hann skoraði samtals 31 mark í Lengjudeildinni og 2. deildinni tímabilin 2023 og 2024. Spennandi verður að sjá hvernig hann plummar sig í efstu deild.
Þá hafa orðið markvarðaskipti hjá FH en Mathias Rosenörn kom frá Stjörnunni á meðan Sindri Kristinn Ólafsson fór aftur heim til Keflavíkur. Markvarslan var stærsti akkilesarhæll FH á síðasta tímabili. Tölfræðin talar sínu máli. FH „átti“ aðeins að fá á sig 35 mörk samkvæmt xG-fræðunum en fékk á sig fimmtíu í raunheimum. Þessi tölfræði verður að lagast í sumar.
FH var í ágætis málum lengi framan af síðasta tímabili. Liðið vann leikina sem flestir bjuggust við að það myndi vinna en eftir 0–2 útisigur á Vestra í 16. umferð fór allt loft úr blöðrunni. FH-ingar unnu aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum og fengu bara eitt stig í úrslitakeppni efri hlutans. FH fékk 34 stig í fyrra, sex stigum minna en tímabilið 2023, það fyrsta eftir endurkomu Heimis Guðjónssonar í Kaplakrika.
Leikmannahópur FH veiktist eftir skiptin við KR um mitt mót — Kristján Flóki Finnbogason kom fyrir Gyrði Hrafn Guðbrandsson og Ástbjörn Þórðarson — og Hafnfirðingar máttu engan veginn við því að missa Úlf Ágúst Björnsson út í nám. Hann er liðinu gríðarlega mikilvægur. Heimavöllurinn gaf FH svo lítið í fyrra en liðið vann aðeins fjóra leiki í Kaplakrika síðasta sumar.
Dýrðardagar FH eru að baki og það er fátt sem bendir til þess að þeir séu væntanlegir aftur í bráð. Liðið er langt á eftir þeim bestu á Íslandi og þarf að sætta sig við nýjan veruleika; finna sér nýjan samastað í tilverunni.
Í slíku millibilsástandi er gott að vera með traustar hendur um stýrið. Heimir er á leið inn í sitt þrettánda tímabil sem aðalþjálfari og hefur séð allt sem hægt er að sjá í bransanum. Sú reynsla gæti reynst FH mikilvæg í sumar.
Nafnalisti
- Ástbjörn Þórðarsonbakvörður
- Birkir Valur Jónssonbakvörður
- Björn Daníel Sverrissonfyrirliði FH
- Böðvar Böðvarssonbakvörður
- Bragi Karl BjarkasonÍRingur
- FH-ingarbull og vitleysa
- FH-liðiðeina karlaliðið frá 2007 sem hefur náð að vinna bæði Lengjubikarinn og Íslandsmótið á sama ári
- Gyrðir Hrafn Guðbrandssontak
- Heimir Guðjónssonþjálfari
- Ísak Óli ÓlafssonKeflavík
- Jóhann Ægir Arnarssonvarnarmaður FH í Bestu deild karla
- Kjartan Kári Halldórssonleikmaður FH
- Kristján Flóki Finnbogasonframherji KR
- Logi Hrafn Róbertssoneinn besti leikmaður FH
- Mathias Rosenörndanskur markvörður
- Ólafur Guðmundssonvaraborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
- Sindri Kristinn Ólafssonmarkvörður Keflavíkur
- Stöðvar 2 Sports
- Úlfur Ágúst BjörnssonFH
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 503 eindir í 30 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.