Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftun samnings í niðurníddu húsi

Kristinn H. Guðnason

2025-04-04 13:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli félagsins Ikan gegn Borgarbyggð og hafnað bótakröfum á Fornbílafjélag Borgarfjarðar. Félagið rifti leigusamningi við Ikan í niðurníddu húsi í Brákarey þegar slökkviliðið lét loka húsinu. Rífa á húsið en Ikan vildi viðurkennt leigusamningurinn væri enn í gildi og vildi skaðabætur frá félaginu og sveitarfélaginu Borgarbyggð.

Mál húsanna í eyjunni Brákarey í Borgarnesi voru mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum árin 2021 og 2022. En sveitarfélagið Borgarbyggð þurfti úthýsa mörgum félögum sem höfðu þar aðstöðu eftir ábendingar frá slökkviliðsstjóra.

Auk Fornbílafjélagsins hafði golfklúbburinn, skotfélagið, bifhjólafélagið og fleiri félög og einstaklingar aðstöðu í Brákarey. Margir voru óánægðir með hvernig bærinn hélt á málunum og kærumál fóru fram. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfesti hins vegar ákvörðun slökkviliðsins og Borgarbyggð reyndi bæta félögunum upp húsnæðismissinn.

Húsið innsiglað

Félagið Ikan og Fornbílafjélagið gerðu leigusamning sem átti gilda 1. maí árið 2015 til 30. apríl árið 2025 í húsnæðinu, sem er í eigu Borgarbyggðar. Slökkviliðsstjóri tilkynnti þann 11. febrúar árið 2021 öll starfsemi yrði stöðvuð í húsinu tveimur dögum seinna. Mikil eld- og slysahætta væri í húsinu og óviðunandi starfsemi yrði í húsinu. Þann 6. apríl sama ár var húsið innsiglað.

Borgarbyggð tilkynnti Fornbílafjélaginu um fyrirhugaða riftun leigusamningsins þann 27. október árið 2021 og 25. ágúst árið 2022 tilkynnti félagið Ikan hann liti svo á í ljósi þessa væri viðskiptasambandið úr sögunni.

Slökkvistjóri varað við árið 2012

Ikan hafði leigt húsnæðið frá árinu 2009 og benti á slökkviliðsstjóri hafi fyrst vakið athygli á öryggi í húsinu vorið 2012 og svo aftur árið 2014. Sveitarfélagið hafi ekki brugðist við því en þess í stað gert nýjan leigusamning. Í samningnum hafi komið fram húsnæðið væri í lélegu ástandi en ekki minnst á brunavarnir.

Sjá einnig:

Sláturhúsið í Brákarey verður rifið-Tug milljóna kostnaður í ónýttu húsi

Eftir riftun hafi hvorki Fornbílafjélagið Borgarbyggð gert tilraun til koma til móts við Ikan með öðru húsnæði eða skaðabótum. Húsinu hafi verið lokað með valdi og telur Ikan lokunina óréttmæta. Eignir Ikan, meðal annars stór bátur, hafi verið lokaðar inni í húsinu árum saman sem tjón fyrir félagið. Þá segist Ikan ekki hafa fengið staðfestingu á riftun leigusamnings og skilyrði riftunar ekki uppfyllt.

Fornbílafélagið leit svo á forsendur væru brostnar vegna óhagganlegrar ákvörðunar um lokun hússins. Endurbætur á húsinu yrðu allt of dýrar og enginn vilji hjá sveitarfélaginu til fara í þær.

Borgarbyggð taldi viðskiptasamband Ikan og Fornbílafjélagsins sér óviðkomandi. Bótaskylda gæti ekki komið til álita.

Ekki sýnt fram á tjón

Í niðurstöðum kærunefndarinnar segir ekkert hafi komið fram um Fornbílafjélaginu hefði verið kunnugt um ástand húsnæðisins væri þannig slökkviliðið myndi loka því. Ekki hefði verið sýnt fram á hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni.

Var kröfum Ikan á hendur Borgarbyggð vísað frá en kröfu sveitarfélagsins um málskostnað hafnað. Kröfum á hendur Fornbílafjélaginu var hafnað.

Nafnalisti

  • Ikanekki tómstunda- eða frístundafélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 485 eindir í 33 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 28 málsgreinar eða 84,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.