Stjórnmál

Hafna því að erindið hafi lekið úr ráðuneytinu

Ritstjórn mbl.is

2025-03-20 20:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Forsætisráðuneytið hafnar því hafa rofið trúnað í máli sem varðar Ásthildi Lóu Þórðardóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra.

Ásthildur sagði af sér í kvöld í kjölfar þess RÚV greindi frá því hún hefði átt í ástarsambandi við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára. Ári seinna áttu þau barn saman.

Enn fremur kom fram í frétt RÚV erindi hefði verið sent á forsætisráðuneytið og það hafi verið heitið trúnaði. Aftur á móti fór Ásthildur Lóa heim til manneskjunnar sem sendi erindið og reyndi hringja í hana.

Aðstoðarmaður Kristrúnar talaði við aðstoðarmann Ásthildar

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram með tölvupósti 9. mars hafi forsætisráðherra borist beiðni um 5 mínútna fund án þess fundarefnið væri tilgreint. Þann 11. mars barst aftur tölvupóstur frá sama aðila þar sem fyrri ósk um fund var ítrekuð. Þar var tekið fram erindið varðaði mennta- og barnamálaráðherra og það væri í góðu lagi mennta- og barnamálaráðherra sæti fundinn.

Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar, hafði svo samband við aðstoðarmann mennta- og barnamálaráðherra og spurði hvort hún þekkti til sendanda eða vissi um hvað málið snerist, samkvæmt forsætisráðuneytinu.

Svo var ekki. Í kjölfarið var þess óskað með tölvupósti sendandi myndi skýra erindið frekar. Í kjölfarið barst tölvupóstur þar sem gerð var nánari grein fyrir tilefni fundarbeiðninnar, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Erindið með upplýsingunum barst aðfaranótt 13. mars

Anna Rut Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnar, segir í samtali við mbl.is aðfaranótt 13. mars hafi forsætisráðuneytinu svo borist erindi þar sem erindi fundarins er nánar tilgreint og þar eru viðkvæmar trúnaðarupplýsingar.

Önnur samskipti hafa ekki átt sér stað milli forsætisráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis um málið fyrr en í dag. Fullyrðingar sem fram koma í frétt RÚV um forsætisráðuneytið hafi rofið trúnað í málinu eiga ekki við rök styðjast, segir í tilkynningu RÚV.

Ósvaraðar spurningar

Aftur á móti vekur athygli í viðtali RÚV við Ásthildi í kvöld kveðst hún ekki hafa kannast við sendandann.

Vekur það upp spurningar á borð við það af hverju Ásthildur hafði samband við sendandann ef hún vissi ekki erindið og fundarboðið var stílað á forsætisráðherra, ekki barnamálaráðherra.

Ekki hefur náðst í Kristrúnu Frostadóttur, Ólaf Kjaran Ásthildi Lóu.

Nafnalisti

  • Anna Rut Kristjánsdóttirfjalladrottning
  • Ásthildur Lóa Þórðardóttir
  • Kristrúnkaupréttarhafi
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ólafur Kjaran

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 368 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.