Landsmenn fái senda bæklinga

Ritstjórn mbl.is

2025-03-12 13:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stefnt er því í haust senda landsmönnum bæklinga og upplýsingar um neyðarbirgðir og annað slíkt til undirbúnings ef Ísland skyldi verða fyrir árás. Ekki ástæða til hafa áhyggjur heldur séu stjórnvöld aðeins vinna vinnuna sína.

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Við höfum séð einhver Norðurlönd hvetja landsmenn til koma sér upp nokkurra daga birgðum. Er þetta eitthvað sem kemur til greina, íslensk stjórnvöld hvetji íslenska borgara til gera það?

Þetta er eitt af því sem er undir, þetta er eitt af því sem þarf skoða og draga fram. Við höfðum hugsað okkur í haust geta sent bæði bækling og upplýsingar til borgara hér á Íslandi. Allt er breyttu breytanda. Við erum með þessa bæklinga frá okkar vinaþjóðum á Norðurlöndunum en síðan eru aðstæður hér á Íslandi með öðrum hætti og við þurfum uppfæra þá þann bækling sem kemur frá okkur í samræmi við íslenskar þarfir, segir Þorgerður.

Lesa meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nafnalisti

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 185 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.