Stjórnmál

Tekur við stöðunni af Guð­mundi Inga

Atli Ísleifsson

2025-03-25 10:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur tekið við stöðu þingflokksformanns Flokks fólksins. Hann tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra um helgina í kjölfar afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, greindi frá þessu við upphaf þingfundar í gær. Hún sagði forseta hefði borist tilkynning frá þingflokki Flokks fólksins um á þingflokksfundi hefði Ragnar Þór Ingólfsson verið kosinn formaður þingflokksins.

Lilja Rafney Magnúsdóttir er varaformaður þingflokks Flokks fólksins.

Ragnar Þór er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og tók sæti á þingi eftir kosningarnar sem fram fóru í nóvember á síðasta ári. Hann gegndi áður stöðu formanns VR.

Guðmundur Ingi hafði verið formaður þingflokks Flokks fólksins frá árinu 2018 en hann var fyrst kjörinn á þing 2017.

Flokkur fólksins náði inn tíu mönnum á þing í síðustu kosningum.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Lilja Rafney Magnúsdóttirfyrrverandi þingmaður Vinstri grænna
  • Ragnar Þór Ingólfssonformaður
  • Þórunn Sveinbjarnardóttirþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 131 eind í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.