Stjórnmál

„Ráðherra ber að gæta sín umfram aðra“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-14 20:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kristbjörg Stephensen, formaður Dómarafélags Íslands, segir með ummælum sínum um dómstóla hafi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, lýst vantrausti á allt dómskerfið sem slíkt.

Segir hún það sérstaklega alvarlegt komandi frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ráðherra ber gæta sín umfram aðra og það á við um alla í hennar stöðu.

mbl.is spjallaði við Kristbjörgu rétt í þann mund sem hún gekk inn á aðalfund dómarafélagsins í dag. Aðspurð segir hún málið ekki verða tekið upp á fundinum sem sérstakur dagskrárliður og félagið líti svo á því lokið með því ráðherra hafi dregið ummæli sín til baka.

Eitt af verkefnum félagsins er þó standa vörð um sjálfstæði dómstóla og bregðast við ef þörf þykir á.

Krafa gerð á málefnalega gagnrýni

Kristbjörg segir alltaf tekið alvarlega þegar eitthvað kemur frá ráðamönnum og segir grafalvarlegt þegar einn af æðstu handhöfum framkvæmdavaldsins lætur frá sér skoðun sem þessa.

Við búum í réttarríki og allir eiga rétt á því skjóta málum til dómstóla og skorið úr um réttindi sín og skyldur.

Það er mjög skiljanlegt ekki séu allir sáttir við dómsniðurstöðu í sínu máli en það verður gera þá kröfu gagnrýni byggð á málefnalegum grunni og efnislegum eða lagalegum sjónarmiðum, segir Kristbjörg.

Höggvi smám saman í traust almennings

Kristbjörg segir þó stök ummæli sem þessi, sem útskýrð séu þannig þau séu sögð í hita leiksins þegar ráðherra full vonbrigða yfir niðurstöðu dómsmáls, geri auðvitað ein og sér ekki neitt sérstakt.

Ef þetta fer hins vegar heyrast oftar og það hefur ekkert verið laust við þaðþað hefur verið ýjað því í umræðunni einhver elíta sitji í þessum dómstólum og svo framvegisef svona umræða grasserar, jafnvel þó það rólega undir yfirborðinu, verður það til þess höggva smám saman í traust almennings á dómstólum, segir Kristbjörg.

þegar ráðherrann hefur stigið fram, dregið ummælin til baka og útskýrt þau hafi fallið í hita leiksins, þá held ég við látum þar við sitja, bætir hún við.

Þú veist hvernig menn tala um fréttir

Menn hljóta ræða þetta mál á fundinum í dag?

Þetta verður ekki bara aðalfundur, það verður líka staldrað hér við á eftir og menn tala auðvitað saman.

Hvort akkúrat þetta mál komi upp átta ég mig ekki á en það er ekki ólíklegt. Þetta er frétt og þú veist hvernig menn tala um fréttir.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristbjörgofurkona

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 440 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 94,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.