„Við erum agndofa yfir fegurðinni“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-14 20:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands á Höfn í Hornafirði fyrr í vikunni.

Halla deildi skemmtilegum myndum af heimsókn þeirra hjóna á Instagram-síðu sinni í dag.

Fyrsta opinbera heimsóknin innanlands er baki hjá okkur Birni. Við erum agndofa yfir fegurðinni sem mætti okkur í Hornafirði síðustu tvo daga. Bæði skartaði náttúran sínu fegursta en það var líka fegurðin í mannlífinu sem snerti okkur. Hvert sem við fórum um Höfn, Suðursveit og Öræfi mætti okkur gleði, góðvild og kynngimagnaður kraftur, sem hvarflar manni heimamenn hljóti sækja til jöklanna og fjallanna í kring.

Kæru Hornfirðingar! Takk enn og aftur innilega fyrir taka svona vel á móti okkur og gefa okkur tækifæri til kynnast ykkar öfluga og fjölbreytilega samfélagi. Við Björn hlökkum til fylgjast með Hornafirði vaxa áfram og dafna til framtíðar. Við hlökkum líka mikið til heimsækja fleiri sveitarfélög í okkar fallega landi, skrifaði Halla við færsluna.

Nafnalisti

  • Björn Skúlasonverkstjóri áhaldahúss í þorpinu
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • Hornafirðisveitarfélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 180 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.