Sæki samantekt...
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir um helgina á Suður- og Vesturlandi.
Í dag, laugardag, er gul viðvörun á Suðausturlandi í gildi til klukkan sjö í kvöld. Spáð er austan og norðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu með snjókomu.
Upp úr hádegi á morgun fer í gildi gul viðvörun á Suðurlandi þar sem er spáð þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Einnig á að vera lélegt skyggni, sérstaklega á Hellisheiði og í Þrengslum. Viðvörunin á Suðurlandi er í gildi til klukkan fjögur um eftirmiðdaginn.
Þá taka við viðvaranir í Faxaflóa og Breiðafirði klukkan þrjú og fjögur um eftirmiðdaginn. Þar eiga að vera þrettán til átján metrar á sekúndu, snjókoma eða skafrenningur. Varasöm akstursskilyrði verða á svæðunum, einkum á fjallvegum.
Klukkan fimm fara í gildi viðvaranir á Vestfjörðum og verða einnig varasöm akstursskilyrði þar.
Allar viðvaranir verða fallnar úr gildi klukkan ellefu annað kvöld.
Nafnalisti
- Veðurstofa Íslandstengiliður Íslands við milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 150 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,69.