Segir erlend öfl skipta sér að forsetakosningum í Póllandi
Þorgrímur Kári Snævarr
2025-04-03 03:28
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði erlend ríki um að reyna að hafa áhrif á væntanlegar forsetakosningar í landinu með netárás sem gerð var á tölvur stjórnarflokks hans, Borgaravettvangsins.
„Netárás á upplýsingatæknikerfi Borgaravettvangs,“ skrifaði Tusk í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). „Erlend afskipti af kosningunum hefjast. Þjónustan bendir til austrænna ummerkja.“
Tusk fór ekki nánar út í það hvað hann átti við með austrænum ummerkjum. Aðspurður hvort hann ætti við netþrjóta í Rússlandi eða Belarús sagðist Jan Grabiec, skrifstofustjóri Tusks, ekki vilja tala fyrir hönd pólskra öryggisstofnana en að austrænar netglæpastofnanir væru oft á mála hjá Rússum.
Grabiec sagði við pólska ríkisfjölmiðilinn PAP að netárásin hefði falist í tilraun til að ná stjórn á tölvum starfsfólks á skrifstofu Borgaravettvangs og pólsks kosningastarfsfólks. Árásin hefði varað í um tólf klukkustundir á miðvikudag.
Forsetakosningar eru áætlaðar í Póllandi í maí. Rafał Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár og meðlimur í Borgaravettvangi Tusks, hefur mælst með afgerandi forystu í flestum skoðanakönnunum.
Michał Woś, stjórnarndstöðuþingmaður og fyrrum ráðherra, gaf lítið fyrir yfirlýsingar Tusks og ýjaði að því að Tusk væri að undirbúa hagræðingu forsetakosninganna í þágu Trzaskowski. „Þetta er augljóslega forleikur Donalds Tusk að rúmensku eða frönsku atburðarásinni, þeir eru að undirbúa sig fyrir forsetakosningarnar.“
Woś vísar þar að líkindum til þess að Călin Georgescu, forsetaframbjóðanda í Rúmeníu, var bannað að gefa kost á sér eftir að hafa lent í fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, var meinuð þátttaka í stjórnmálum eftir að hún var dæmd sek fyrir fjársvik fyrr í þessari viku.
Nafnalisti
- BelarúsHvítaRússland
- Călin Georgescu
- Donald Tuskforseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands
- Jan Grabiec
- Marine Le Penforsetaframbjóðandi
- Michał Woś
- PAPpólsk fréttastofa
- Rafał Trzaskowskinúverandi borgarstjóri Varsjár sem lýst er sem hófstilltur miðjumaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 285 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,61.