Stjórnmál

Segir erlend öfl skipta sér að forsetakosningum í Póllandi

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-04-03 03:28

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði erlend ríki um reyna hafa áhrif á væntanlegar forsetakosningar í landinu með netárás sem gerð var á tölvur stjórnarflokks hans, Borgaravettvangsins.

Netárás á upplýsingatæknikerfi Borgaravettvangs, skrifaði Tusk í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Erlend afskipti af kosningunum hefjast. Þjónustan bendir til austrænna ummerkja.

Tusk fór ekki nánar út í það hvað hann átti við með austrænum ummerkjum. Aðspurður hvort hann ætti við netþrjóta í Rússlandi eða Belarús sagðist Jan Grabiec, skrifstofustjóri Tusks, ekki vilja tala fyrir hönd pólskra öryggisstofnana en austrænar netglæpastofnanir væru oft á mála hjá Rússum.

Grabiec sagði við pólska ríkisfjölmiðilinn PAP netárásin hefði falist í tilraun til stjórn á tölvum starfsfólks á skrifstofu Borgaravettvangs og pólsks kosningastarfsfólks. Árásin hefði varað í um tólf klukkustundir á miðvikudag.

Forsetakosningar eru áætlaðar í Póllandi í maí. Rafał Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár og meðlimur í Borgaravettvangi Tusks, hefur mælst með afgerandi forystu í flestum skoðanakönnunum.

Michał Woś, stjórnarndstöðuþingmaður og fyrrum ráðherra, gaf lítið fyrir yfirlýsingar Tusks og ýjaði því Tusk væri undirbúa hagræðingu forsetakosninganna í þágu Trzaskowski. Þetta er augljóslega forleikur Donalds Tusk rúmensku eða frönsku atburðarásinni, þeir eru undirbúa sig fyrir forsetakosningarnar.

Woś vísar þar líkindum til þess Călin Georgescu, forsetaframbjóðanda í Rúmeníu, var bannað gefa kost á sér eftir hafa lent í fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, var meinuð þátttaka í stjórnmálum eftir hún var dæmd sek fyrir fjársvik fyrr í þessari viku.

Nafnalisti

  • BelarúsHvítaRússland
  • Călin Georgescu
  • Donald Tuskforseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands
  • Jan Grabiec
  • Marine Le Penforsetaframbjóðandi
  • Michał Woś
  • PAPpólsk fréttastofa
  • Rafał Trzaskowskinúverandi borgarstjóri Varsjár sem lýst er sem hófstilltur miðjumaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 285 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.