Gunnar Magnússon hættir og Stefán Árna tekur við
Óðinn Svan Óðinsson
2025-03-06 13:05
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta mun hætta að þjálfa liðið eftir tímabilið. Við starfinu tekur aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason. Afturelding greindi frá þessu núna í hádeginu.
Gunnar hefur þjálfað Aftureldingu í fimm ár en undir hans stjórn varð Afturelding bikarmeistari árið 2023. Liðið situr nú í þriðja sæti Olísdeildar. „Gunni hefur unnið gríðarlega faglegt og gott starf fyrir klúbbinn okkar og lyft starfsemi handknattleiksdeildarinnar upp á annað stig á tíma sínum hjá okkur,“ segir í tilkynningu.
Stefán Árnason hefur verið aðstoðarþjálfari Aftureldingar undanfarin þrjú ár en hann tekur nú við keflinu.
RÚV/Mummi Lú
Nafnalisti
- Gunnar Magnússonþjálfari
- Gunniskemmtikraftur
- Mummi Lúljósmyndari
- Stefán Árnasonálitsgjafi Fréttablaðsins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 103 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,46.