Sæki samantekt...
Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, ætlar til Grænlands á föstudag. Hann tilkynnti þetta í færslu á samfélagsmiðlum í kvöld.
Áður hafði verið tilkynnt um ferð eiginkonu hans þangað í vikunni ásamt bandarískri sendinefnd. Þau ætla meðal annars að heimsækja bandaríska herstöð og horfa á hundasleðakeppni. Vance segir í færslunni að hann vilji kanna „öryggi“ á Grænlandi. Það sé mikil spenna vegna ferðar eiginkonu hans til landsins og að hann vilji ekki missa af „fjörinu“, eins og hann orðar það, og ætli því að slást í hópinn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur síðustu vikur ítrekað hótað því að taka yfir Grænland, jafnvel með hervaldi.
J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Evan Vucci
- J.D. Vancerithöfundur
- Varaforseti BandaríkjannaMike Pence
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 120 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
- Margræðnistuðull var 1,49.