Stjórnmál

Mælti fyrir frumvarpi um hunda- og kattahald í fjölbýli

Innanríkisráðuneyti

2025-03-31 20:47

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Frumvarpið felur í sér samþykki annarra eigenda verður ekki lengur skilyrði fyrir því einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi.

Frumvarpinu er þannig ætlað liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks, óháð efnahag og búsetu, en gildandi reglur fjöleignarhúsalaganna hafa leitt til þess íbúar fjöleignarhúsa hafa átt minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk sem býr í sérbýli.

Réttlátt og skýrt regluverk sem styður bæði fólk og dýr

Ráðherra undirstrikaði í framsöguræðu sinni verði frumvarpið lögum muni það auka jafnræði gæludýraeigenda hvað varðar húsnæðisvalkost ásamt því stuðla auknu húsnæðisöryggi þeirra.

Hún benti á í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi gangi reglur um hunda- og kattahald í fjölbýli út á dýrahaldið leyft nema sérstakar og málefnalegar ástæður mæli gegn því. Húsfélög þar gætu sett dýrahaldi skorður, en þyrftu þá rökstyðja þær með tilvísun í hagsmuni íbúatil dæmis vegna ofnæmis eða ónæðis. Á Íslandi væri málum öfugt farið og hér þyrfti fólk samþykki fyrir því halda hund eða kött. Með lagasetningunni myndi Ísland færast nær þeirri sanngirni sem tíðkaðist annars staðar á Norðurlöndum.

Með þessu frumvarpi er stigið sanngjarnt og málefnalegt skref í átt nútímalegri löggjöf um gæludýrahald. Við tökum mið af því hvernig fólk býr og lifirog við treystum fólki til axla ábyrgð, sagði ráðherra. [[ Við gerum ekki lítið úr áhyggjum nágranna sem eru með ofnæmi, eða sem óttast ónæði-en við lítum til þeirra úrræða sem lögin veita þegar. Við ætlum okkur setja réttlátt, skynsamt, heilbrigt og skýrt regluverk um dýrahald-sem styður bæði fólk og dýr.

Húsfélög geta sett nánari reglur um umgengni og annað fyrirkomulag dýrahalds

Húsfélög munu samkvæmt frumvarpinu geta sett reglur um gæludýrahald, svo lengi sem þær eru málefnalegar, eðlilegar og byggðar á jafnræði. Með þeim geta eigendur sammælst um nánara fyrirkomulag dýrahaldsins, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar. Slíkar reglur geta þó eðli máls samkvæmt ekki gengið svo langt þær girði fyrir hunda- eða kattahald í fjölbýlishúsinu enda væri það andstætt markmiði laganna.

Áfram er gert ráð fyrir húsfélög geti lagt bann við dýrahaldi ef dýrið veldur verulegum ama, ónæði eða truflunum og eigandi bregst ekki við áminningum húsfélagsins og ræður bót þar á. Þannig gæti til dæmis húsfélag bannað einstök tilvik dýrahalds ef ofnæmi væri á svo háu stigi sambýli við dýrið yrði óbærilegt og ekki væri hægt finna lausnir til ráða bót þar á.

Í því sambandi er þó lagt til samþykki 2/3 hluta eigenda þurfi fyrir slíku banni í stað einfalds meiri hluta eins og er í dag. Hið sama gildir um tilvik þar sem eigandi dýrs brýtur verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum samkvæmt lögunum eða reglum húsfélagsins, þrátt fyrir áminningar húsfélags. Getur húsfélagið þá bannað viðkomandi dýrhald með samþykki 2/3 hluta eigenda og gert honum fjarlægja dýrið úr húsinu. Dæmi um slíkt brot er lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð, sem telst alvarlegt brot í þessum skilningi samkvæmt lögunum.

Unnið gegn einmanaleika og félagslegri einangrun

Ráðherra minnti í framsöguræðu sinni á vitundarvakningu um félagslega einangrun sem ráðuneyti hennar ýtti úr vör í síðustu viku undir yfirskriftinni Tölum saman.

]] Á undanförnum árum hafa áhrif gæludýra á líðan fólks fengið aukna athygli. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á nærvera gæludýra eykur vellíðan, dregur úr einmanaleika og ýtir undir hreyfingu og útiveru, sagði Inga Sæland. Margir líta á hund eða kött sem fjölskyldumeðlim og mikilvægan félaga þeirra sem búa einirekki síst eldra fólk og ungt fólk í viðkvæmri stöðu.

Nafnalisti

  • Inga Sælandformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 663 eindir í 28 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.