Myndir: Verstu óeirðir í mörg ár

Ritstjórn mbl.is

2025-03-25 10:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Handtaka Ekrem Imamogul, borgarstjóra Istanbúl, hefur leitt til einhverra verstu óeirða í Tyrklandi í mörg ár.

Gríðarlegur fjöldi námsmanna í Tyrklandi tók sig saman í dag og ákvað sniðganga kennslu eftir hádegi til mótmæla handtöku borgarstjórans.

Mótmælin hafa leitt til átaka á milli lögreglu og mótmælenda en tæplega 1.200 manns hafa verið handteknir síðan Imamogul var handtekinn 19. mars.

Hann var handtekinn vegna rannsóknar á spillingu og mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök.

Blaðamenn handteknir

Tíu tyrkneskir blaðamenn voru handteknir í dag á heimilum sínum vegna umfjöllunar um mótmælin.

Blaðamannasamband Tyrklands hefur fordæmt aðgerðina.

Þykir sigurstranglegur

Fréttirnar af handtöku Imamoguls bárust á meðan kosning fór fram í Repúblikanaflokknum CHP um hver skyldi verða næsta forsetaefni flokksins í forsetakosningunum 2028. Imamogul hefur verið talinn leiðtogi flokksins sem gæti sigrað núverandi forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, í komandi kosningum.

Nokkrir evrópskir borgarstjórar hafa fordæmt handtöku Imamoguls og lýst áhyggjum yfir endurteknum árásum á grundvallarréttindi og sjálfstæði sveitarfélaga í Tyrklandi.

Á meðal þeirra sem fordæmt hafa handtökuna er Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.

Nafnalisti

  • CHPlýðræðisflokkur
  • Ekrem Imamogul
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Recep Tayyip Erdoganforseti

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 180 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.