Vance á leið til Græn­lands

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

2025-03-25 20:51

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu.

Það var svo mikil eftirhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag ég ákvað hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni, segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X.

Greint var frá því Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance slást í för með hópnum.

Hópurinn ætlar heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en sögn Vance ætlar hann einnig taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins.

Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hafa hótað Grænlandi, hafa hótað því nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands, segir varaforsetinn.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum

Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum það mikilvægt til vernda öryggi alls heimsins, segir Vance.

Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland.

Við höldum við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.

Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland.

Nafnalisti

  • Chris Wright
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • JD Vance
  • Mette Frederiksenforsætisráðherra
  • Mike Waltzrepúblikani
  • Múte B. Egedeformaður landsstjórnar Grænlands
  • Ushaeiginkona
  • Usha Vance
  • Ushe Vance

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 295 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 78,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.