Viðskipti

Jón Gunnar tekur sæti í stjórn Monerium

Ritstjórn mbl.is

2025-03-29 13:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jón Gunnar Jónsson, fyrrverandi forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur tekið sæti í stjórn fjártæknifyrirtækisins Monerium.

Aðalfundur fyrirtækisins fór fram í gær.

Stofnendur Monerium eru þeir Gísli Kristjánsson, Hjörtur Hjartarson, Jón Helgi Egilsson og Sveinn Valfells. Fyrirtækið hefur meðal annars staðið útgáfu rafrænna evra á bálkakeðjum. Hefur fyrirtækið sótt talsvert frá fjárfestum á síðustu árum til eflingar starfsemi sinni.

Bankasýsla ríkisins, sem Jón Gunnar fór fyrir, var lögð niður með lögum frá Alþingi um áramótin. Jón hafði leitt á vettvangi stofnunarinnar þau skref sem leiddu til þess ríkissjóður Íslands losaði um meirihluta eignarhlutar síns í Íslandsbanka. Stofnunin átti á sínum tíma tryggja armslengdarsjónarmið milli stjórnmálanna og eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum.

Eftir mikill styr kom upp í tengslum við útboð á hlutum í Íslandsbanka árið 2022 ákváðu forystumenn ríkisstjórnarinnar á þeim tíma, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson leggja stofnunina niður.

Mikil alþjóðleg reynsla

Áður en Jón Gunnar kom til starfa hjá íslenska ríkinu starfaði hann hjá fjárfestingarbankanum Merrill Lynch í New York 19921996, í Hong Kong 19962001 og í London 20012008, við útboð og greiningu á skuldabréfum, greiningu á skuldatryggingum, fjármögnun á yfirtökum og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, og sat í stjórn MP banka (EA fjárfestingarfélags) frá 20102011, þar sem hann tók þátt í endurskipulagningu bankans.

Hann er með LL.M. gráðu í lög- og hagfræði frá Università di Bologna og Universität Hamburg, þar sem hann skrifaði meistararitgerð um fjárhagsskipan banka, og B.S. gráðu frá Cornell University, School of Hotel Administration, í Íþöku, New York fylki.

Jón Gunnar Jónsson er gestur nýjasta þáttar Spursmála þar sem hann ræðir útboð á bréfum í Íslandsbanka sem fram fór árið 2022. Segir hann útboðið það best heppnaða í sögu Íslands.

Viðtalið við Jón sjá í heild sinni hér að neðan:

Nafnalisti

  • Bjarni Benediktssonformaður SJálfstæðisflokksins
  • Cornell UniversityUSA
  • EAtölvuleikjafyrirtæki
  • Gísli Kristjánssonfréttaritari RÚV í Noregi
  • Hjörtur Hjartarsonfjölmiðlamaður
  • Jón Gunnar Jónssonforstjóri
  • Jón Helgi Egilssonmeðstofnandi Monerium
  • Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra og formaður Vinstri grænna
  • Merrill Lynchbandarískur banki
  • Moneriumfjártæknifyrirtæki
  • School of Hotel Administration
  • Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra
  • Sveinn Valfellsframkvæmdastjóri og einn af stofnendum Monerium
  • Universität Hamburg

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 300 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.