Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“
Ritstjórn DV
2025-04-01 07:05
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Kvikuhlaup hófst á Reykjanesskaga um klukkan hálf sjö í morgun og stendur rýming yfir í Grindavík. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í fréttum RÚV klukkan 7 að dvalið sé í um 40 húsum í Grindavík og var strax farið í rýmingu.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst nú rétt eftir klukkan sjö kemur fram að áköf jarðskjálftahrina standi yfir í Sundhnúksgígaröðinni.
„GPS mælingar og þrýstingsmælingar í borholum sýna einnig skýrar breytingar. Þetta bendir til þess að kvikuhlaup sé hafið og líklegt sé að eldgos hefjist í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni.
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að kvikuhlaupið sé á sömu slóðum og áður.
Kvika er ekki komin upp á yfirborðið þegar þetta er skrifað.
Hvað er kvikuhlaup?
Á Vísindavefnum má finna grein um kvikuhlaup þar sem Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ, útskýrir þetta fyrirbæri. Þar segir meðal annars:
„Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það leitt til landsigs á yfirborðinu yfir hólfinu. Ef kvikugangurinn nær til yfirborðs verður eldgos.“
Nafnalisti
- Benedikt Ófeigssonjarðeðlisfræðingur
- Páll Einarssonprófessor emeritus
- Úlfar Lúðvíkssonlögreglustjóri
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 227 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,53.