Stjórnmál

Segir ofurlaun kjörinna fulltrúa sýna virðingaleysi: „Það er eitthvað mjög mikið að“ -

Ritstjórn Mannlífs

2025-03-09 17:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sólveig Anna Jónsdóttir segir ofurlaun kjörinna fulltrúa sýna mikið virðingaleysi gagnvart almenningi.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði Facebook-færslu í gær við frétt Morgunblaðsins um ofurlaun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í SÍS. Þar segir hún ofurlaun kjörinna fulltrúa sýni gríðarlegt virðingarleysi pólitísku yfirstéttarinnar gagnvart almenningi.

Fréttir af ofurlaunum lýðræðislega kjörinna fulltrúa sýna okkur það mikla virðingarleysi sem ríkir gagnvart almenningi hjá pólitískri yfirstétt. Fólk sem hefur ekki tekið neina pólitíska áhættu eða stigið fram með traustvekjandi hugmyndir og lausnir á stórum vandamálum, í raun ekki sýnt sérstaka leiðtogafærni svo eftir tekið, er komið með svipuð laun og forríkir kapítalistar sem lúta engu lýðræðislegu aðhaldi.

Lokaorð Sólveigar Önnu eru sterk:

Það er eitthvað mjög mikið þegar stór og smá samfélagsleg vandamál fást ekki leyst og versna með hverju misseri en ráðamenn skammta sér engu að síður sífellt stærri bita af kökunni sem vinna okkar skapar.

Nafnalisti

  • Formaður EflingarSólveig Anna Jónsdóttir
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Sólveig Anna Jónsdóttirfyrrverandi formaður Eflingar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 155 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,56.