Stjórnmál

Hefur rætt við Hegseth og vill tala við Rubio

Ritstjórn mbl.is

2025-03-06 13:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur átt samtöl við Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og bætti við hún hefði óskað eftir ræða við bandaríska utanríkisráðherrann Marco Rubio.

Við þurfum varðveita og efla samband okkar, ekki bara við Evrópusambandið, Bretland, Noreg, heldur ekki síður við Bandaríkin, sagði Þorgerður Katrín eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Miðflokksins.

Býst ekki við breytingu gagnvart Bandaríkjunum

Sagðist hún hafa átt samtöl við Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og minnti á í fyrri forsetatíð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefðu samskipti Íslands við Bandaríkin orðið meiri og skilningurinn milli landanna hafi verið mikill.

Kvaðst hún hafa enga trú á breyting yrði þar á.

Sigmundur hafði spurt hvað Þorgerður hefði gert til hafa bein samskipti við Bandaríkjamenn og minna á sérstöðu Íslands í NATO og tvíhliða varnarsamning Íslands við Bandaríkin.

Hvort hún hefði minnt á það Ísland væri ekki aðili Evrópusambandinu og ætti því ekki óvart lenda í refsitollum Bandaríkjanna gagnvart ESB, enda Bandaríkin í töluverðum plús í viðskiptajöfnuði gagnvart Íslandi.

Samtal á gangi eða í lyftu

Sigmundur sagðist ánægður heyra Þorgerður hefði átt þó ekki væri nema stutt samtal, hugsanlega einhvers staðar á gangi eða í lyftu, við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Þá ítrekaði hann spurninguna um hvaða formleg samskipti hefðu farið fram við bandarísku ríkisstjórnina, við bandarísk stjórnvöld, og til stæði bæta þar í.

Stendur til eiga samtal við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og eftir atvikum hvort hæstvirtur forsætisráðherra tali við forsetann beint? spurði hann.

Sagði hann mikilvægt hafa sem mest og tryggust formleg samskipti, þótt ekki hafi verið annað á hæstvirtum ráðherra heyra en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafi staðfest skilning á sambandi Íslands og Bandaríkjanna.

Rætt um styrkja sendiráðið í Washington

Svaraði Þorgerður annarri fyrirsurn Sigmunds og sagði samskipti við Bandaríkjastjórn vera meginverkefni íslenska sendiráðsins í Bandaríkjunum, og við höfum líka rætt um það styrkja sendiráðið enn frekar, færa til með áherslu nákvæmlega á þetta.

Þá hafi hún þegar kallað eftir samtali við Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í von um undirstrika mikilvægi sambandsins.

Það er síðan auðvitað margt sem við þurfum huga . Ég man það nokkrum dögum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá kölluðum við í Viðreisn eftir m.a. heildstæðu mati á því hvernig við getum látið varnarsamninginn virka, af því það er mikið í húfi hann virki í raun í ýmiss konar aðstæðum, sagði hún.

Það mat eigi eftir framkvæma og því vilji hún m.a. flýta stefnunni og stefnumótuninni um öryggis- og varnarstefnu Íslands. Auk annarra aðgerða muni hún senda bréf til allra þingflokka þess efnis það verði þverpólitískt samstarf í þessu mikilvæga máli.

Ég held það mikið í húfi fyrir okkur einmitt, við varðveitum samstöðuna og það komi allir flokkar þeirri stefnumótun til þess þetta vari lengur en bara líftíma einnar ríkisstjórnar, og fyrst og síðast undirstriki varnar- og öryggishagsmuni Íslands til skemmri og lengri tíma. Ég kalla eftir þeirri samstöðu.

Nafnalisti

  • Donald Trumps Bandaríkjaforsetaþar gert ráð fyrir 5,7 milljörðum dollara í múrinn sem forsetinn vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
  • Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
  • Pete Hegseth
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugssonformaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 541 eind í 22 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,68.