Íþróttir

Tíma­bilinu lokið hjá Gabriel

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-04-03 14:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann meiddist aftan í læri í 21 sigri Arsenal á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Gabriel fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn. Arsenal greindi svo frá því í dag Brassinn þyrfti fara í aðgerð og yrði ekki meira með á tímabilinu.

Þetta er áfall fyrir Arsenal en Gabriel hefur verið ein styrkasta stoð liðsins undanfarin ár. Í vetur hefur hann byrjað 28 af þrjátíu leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Skytturnar hafa fengið á sig 25 mörk, fæst allra.

Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 61 stig, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool.

Arsenal er ennfremur komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Evrópumeisturum Real Madrid. Fyrri leikur liðanna fer fram á Emirates á þriðjudaginn.

Hinn 27 ára Gabriel kom til Arsenal frá Lille 2020. Hann hefur leikið 210 leiki fyrir Lundúnaliðið og skorað tuttugu mörk.

Nafnalisti

  • Emiratesflugfélag
  • Gabrielvarnarmaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 174 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.