Sæki samantekt...
Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar. Talsmaður fólks á Vöggustofum býst við jafn kolsvartri skýrslu um þetta tímabil og önnur sem hafa þegar verið rannsökuð.
Rannsóknarnefnd sem var skipuð af Reykjavíkurborg á síðasta ári til að ljúka rannsókn á starfsemi vöggustofanna í Reykjavík á árunum 1974 — 1979 kallaði í gær eftir frásögnum frá fólki sem dvaldi þar sem börn. Þá var óskað eftir því sama frá aðstandendum barnanna og starfsfólki. Nefndin tekur við beiðnum gegnum netfangið voggustofunefnd@reykjavik.is þar til 15. apríl.
Áður hafði rannsóknarnefnd á vegum borgarinnar rannsakað starfsemi vöggustofunna á tímabilinu 1949–1973. Sú nefnd komst í mjög stuttu máli að því börn hefði sætt illri meðferð þar á tímabilum frá 1949-1967.
Góð viðbrögð
Trausti Fannar Valsson formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofurnar frá 1974–1979 segir að vel hafi gengið.
„Við fórum af stað í gagnaöflun og skoðun skjala í haust, vinnan hefur staðið yfir með hléum í vetur. Nú er komið að næsta kafla eða að ræða við fólk sem hefur áhuga á að deila reynslu sinni. Við höfum fengið góð viðbrögð nú þegar. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu viðfangsefni enda er það mikilvægt. Þetta hefur farið vel af stað,“ segir Trausti.
Hann segir erfitt að meta hvenær störfum nefndarinnar lýkur nákvæmlega.
„Vonandi innan ekki svo langs tíma,“ segir hann.
Engar sanngirnisbætur þrátt fyrir
Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og talsmaður fólks sem var vistað sem börn á Vöggstofum fagnar því að verið sé að ljúka rannsókninni. Hann býst við svipaðri niðurstöðu og síðasta nefnd komst að.
„Fyrri skýrslan var kolsvört. Ég býst við að þessi skýrsla verði það einnig,“ segir Árni.
Hann bendir á að þrátt fyrir að komi hafi fram að fólk sem var vistað á vöggustofum fái sanngirnisbætur frá hinu opinbera sé ekkert að gerast í málinu.
„Það stendur enn þá upp á stjórnvöld að standa við fyrirheit um sanngirnisbætur til fórnarlambanna en ekkert bólar á þeim. Það bendir ekkert til þess að það eigi að standa við þessi fyrirheit,“ segir Árni.
Nafnalisti
- Árni H. Kristjánssonsagnfræðingur
- Trausti Fannar Valssondósent við Háskóla Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 377 eindir í 24 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 95,8%.
- Margræðnistuðull var 1,58.