Bandarísk hlutabréf hríðfalla við opnun markaða
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-04-03 14:09
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Bandarískir hlutabréfamarkaðir opnuðu með miklum lækkunum í dag, þar sem helstu vísitölur féllu um allt að 4,5% er fjárfestar bregðast við nýjum víðtækum tollum sem Donald Trump forseti kynnti í gær.
S & P 500 vísitalan hefur lækkað um 208 stig eða 3,7% frá opnun markaða á meðan Dow Jones hefur lækkað um 1404 stig eða 3,33%. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið og hefur verð Brent hráolíu lækkað um 6,4% og stendur tunnan í 70 dölum þegar þetta er skrifað.
Russell 2000 vísitalan fylgist með frammistöðu 2.000 smáfyrirtækja í Bandaríkjunum sem eru skráð á hlutabréfamarkaðnum og hefur lækkað um 4,6%.
Áhrifanna gætir víða á alþjóðlegum mörkuðum. Bandaríkjadalur hefur veikst og er nú á lægsta stigi ársins, sem endurspeglar áhyggjur af framtíðarhagvexti og mögulegri minnkun erlendra fjárfestinga í landinu.
Stór fyrirtæki eins og Apple, Amazon og Nike hafa orðið fyrir verulegum verðlækkunum í morgunviðskiptum.
Nike hefur lækkað um 14%, á meðan Apple hefur lækkað um 9% og Amazon um rúm 7%.
Þetta endurspeglar væntingar um að þessi fyrirtæki muni verða fyrir miklum áhrifum af tollum á lönd þar sem þau hafa framleiðslu.
Þessi neikvæða byrjun bendir til eins viðburðaríkasta dags á fjármálamörkuðum síðustu ára.
Þrátt fyrir lækkanir á helstu vísitölum árið 2025 hafa fjárfestar almennt verið bjartsýnir á alþjóðlegan hagvöxt og tækifæri á bandarískum mörkuðum.
Hins vegar munu tollarnir og alþjóðleg viðbrögð reyna á þetta traust, og viðbrögð dagsins gætu gefið vísbendingu um hvort þessi sýn sé að breytast.
Fjárfestar voru flestir mjög ánægðir með kjör Trump og eru myndir af honum víða í Kauphöllinni.]] © epa (epa)
Þá hefur Bandaríkjadalur fallið um meira en 2% gagnvart evru, japönsku jeni og svissneskum franka. Olía og gull lækkuðu bæði í verði og fjárfestar leituðu í örugg ríkisskuldabréf vegna ótta við að tollarnir gætu leitt til samdráttar í hagkerfinu.
Allur innflutningur til Bandaríkjanna verður háður 10% tolli frá og með 5. apríl. Trump mun leggja enn hærri tolla á sum lönd sem Hvíta húsið telur óheiðarlega í viðskiptum. Til dæmis mun Japan standa frammi fyrir 24% tolli og Evrópusambandið 20% tolli frá og með 9. apríl.
Kína mun verða fyrir nýjum 34% tolli, til viðbótar við fyrri tolla, eins og 20% toll sem Trump lagði á fyrr á árinu. Þetta þýðir að grunntollurinn á kínverskum innflutningi verður 54%, áður en fyrri tollar eru lagðir við.
Sjá einnig]] Af hverju er dalurinn að veikjast þvert á væntingar?
Nafnalisti
- Amazonbandarískur netverslunarrisi
- Brentmikill talsmaður frekari þéttingar
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Dow Jonesbandarísk hlutabréfavísitala
- Hvíta húsiðauglýsingastofa
- Russellgoðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 413 eindir í 22 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,81.