Höfrungar og brennuvargar

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-09 17:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Nýgerðir kjarasamningar kennara við sveitarfélögin vekja upp margar áleitnar spurningar. Þær lúta ekki síst skipulagi kjaraviðræðna hér á landi.

Flestir fagna því kjaradeilan er loks til lykta leidd og verkföll sem bitna á börnum og fjölskyldufólki þessa lands séu ekki yfirvofandium tíma að minnsta kosti. En spurningin er hversu dýru verði sáttin er greidd?

Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga virðast ekki gera sér grein fyrir hver kostnaður samninganna er.

Efnislega hefur Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambandsins og borgarstjóri nýs meirihluta í Reykjavík, sagt við fjölmiðla hún geri sér ekki grein fyrir því hvaða kostnað samningarnir hafa í för með sér fyrir sveitarfélögin en voni ríkið muni hlaupa undir bagga í þeim efnum.

Þetta er áhugaverð afstaða í ljósi ummæla Kristrúnar Frostadóttur,

formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, þegar lífskjarasamningarnir voru samþykktir í fyrra. Þar gagnrýndi hún þáverandi ríkisstjórn harðlega fyrir samþykkja skuldbindingar í tengslum við samningana án þess þær væru fjármagnaðar. Kristrún sagði:

Samfylkingin hefði ekki gert þetta svona, ekki án þess finna til fjármögnun fyrir varanlegum rekstrarútgjöldum upp á fleiri milljarða, enda hefur Samfylkingin haft það sem reglu koma aldrei með útgjaldatillögur inn í þingið nema þær séu fjármagnaðar og helst gott betur, sérstaklega á tímum verðbólgu og þenslu.

Ábyrgðartilfinningin sem endurspeglast í þessum orðum Kristrúnar virðist hafa horfið í ríkisstjórnarmynduninni. Í raun og veru hafa sumir ráðherrar

ríkisstjórnar verið í hlutverki klappstýru kennara á hliðarlínunni í kjaradeilunni. Það var vitað kröfur kennara væru úr öllum takti við það sem lagt var upp með í lífskjarasamningunum og til þess fallnar grafa undan þeim árangri sem þó hefur náðst í baráttunni gegn verðbólgunni og fyrir skaplegra vaxtarstigi.

Meðan á deilunni stóð bentu forystumenn annarra verkalýðshreyfinga ekki á þá staðreynd það myndi grafa undan sátt á vinnumarkaði yrði samið á þessum forsendum við kennara. Það heyrðist hvorki í seðlabankastjóra ráðherrum ríkisstjórnarinnar Ásdísi Lóu Þórsdóttur menntamálaráðherra undanskilinni. Eftir sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara steig hún fram og sagði ekki standa á ríkinu fjármagna þá útfærslu. Minnti framganga helst á uppsetningu áhugaleikhúss á landsbyggðinni á leikriti Max Frisch um Biederman og brennuvargana.

Ekkert liggur fyrir um hvernig ríkið eða sveitarfélögin ætla fjármagna þann mikla kostnað sem fylgir tæplega fjórðungshækkun á launum kennara með kjarasamningunum. Rétt er halda því til haga það breytir engu fyrir neikvæð efnahagsleg áhrif samninganna hvort borgarar þessa lands greiði fyrir þá með sköttum ríkisins eða útsvari og öðrum hækkunum gjalda. Hvað sem því líður vera ljóst ágætt væri hafa það til reiðu sem var ráðstafað í lífskjarasamningunum í borga skólamáltíðir allra grunnskólanema.

Áhrif kennarasamninganna á aðra kjarasamninga eiga án efa eftir vera veruleg. Ákvörðun Eflingar um segja upp nýgerðum kjarasamningum vegna félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum í síðustu viku sýnir það glögglega. Önnur verkalýðsfélög hafa mikinn hvata til þess nýta hvert færi sem gefst til segja upp gildandi samningum og freista þess sömu kjarabótum og kennarar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ljóst kennarasamningarnir muni trufla alla kjarasamninga sem eftir eru enda var samið þarna með allt öðrum hætti en gert var á hinum almenna vinnumarkaði.

Þetta eru orð sönnu. Höfrungahlaupið er hafið nýju.

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur benti á þá augljósu staðreynd í grein í Viðskiptablaðinu fyrir nokkrum vikum vinnumarkaðslíkanið hér á landi byði hreinlega ekki upp á neitt annað en höfrungahlaup. Afleiðingin verður alltaf of mikil verðbólga og hærra vaxtastig en ella. Þessu þarf breyta í eitt skipti fyrir öll.

Þessi leiðari birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 5. mars 2025.

Nafnalisti

  • Ásdís Lóa Þórsdóttir
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Konráð S. Guðjónssonaðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Max Frisch
  • Vilhjálmur Birgissonformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 614 eindir í 32 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 93,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.