Íþróttir

Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

Aron Guðmundsson

2025-03-30 10:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg.

þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth.

Það tók kannski smá tíma venjast öllu á Englandi en ég hef verið spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.

Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli.

Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú.

Er maður leyfa sér dreyma um eitthvað bikarævintýri?

hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum þegar búnir slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.

Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag.

Nafnalisti

  • Portsmouthenskt Cdeildarlið
  • PrestonBdeildarlið
  • Preston Norh End
  • Preston North Endlið
  • Silkeborgdanskt lið
  • Stefán Teitur ÞórðarsonSkagamaður
  • Wembleyþjóðarleikvangur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 396 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,83.