Einnar mínútu þögn í Mjanmar

Ritstjórn mbl.is

2025-04-01 07:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Einnar mínútu þögn var í Mjanmar klukkan 12.50 á staðartíma í dag, á sama tíma og jarðskjálfti upp á 7,7 reið yfir landið á föstudaginn, til minningar um þá fórust í hamförunum.

Talsmenn herforingjastjórnarinnar segja tala látinna í jarðskjálftunum komin í 2.056. Tæp 4 þúsund manns slösuðust og 270 er enn saknað. Í nágrannaríkinu Taílandi létust að minnsta kosti 20.

Fjórum dögum eftir skjálftann öfluga sofa margir íbúar Mjanmar enn utandyra en annað hvort eru heimili þeirra illa farin eftir skjálftanna eða þeir óttast frekari eftirskjálfta.

Lýst hefur verið yfir einnar viku þjóðarsorg í landinu þar sem fánar verða dregnir í hálfa stöng á opinberum byggingum til 6. apríl.

Yfir eitt þúsund erlendir björgunarmenn eru komnir til Mjanmar til aðstoðar og leitarstarfa en vonir um finna fleiri á lífi fara dvínandi. Ríkisfjölmiðlar í landinu segja 650 hafi verið dregnir lifandi úr rústum bygginga víðsvegar um landið.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 152 eindir í 8 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 62,5%.
    • Margræðnistuðull var 1,83.