Hvíta húsið dregur hótanir Trump um 50% tolla í land

Iðunn Andrésdóttir

2025-03-12 00:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hvíta húsið hefur dregið fullyrðingar Bandaríkjaforseta um tvöföldun á fyrirhuguðum tollum á áli og stáli í land.

Munu tollarnir því nema 25% en ekki 50% eins og Donald Trump tilkynnti fyrr í dag er hann kvaðst ætla svara tollahækkun Kanada í tvöfaldri mynt.

Doug Ford, fylkisstjóri Ontario í Kanada, tilkynnti í gær hann hygðist beita Bandaríkin þrýstingi, vegna 25% tolla sem Trump lagði á ál og stál í síðasta mánuði, með því hækka tolla á raforkuútflutning til Bandaríkjanna um 25%.

Ford kvaðst sjálfur ætla fresta áformunum um álagningu á rafmagnsreikning Bandaríkjamanna tímabundið, á meðan á samningaviðræðum við stjórn Trumps stæði. Hann ætlaði þó ekki leyfa Trump vaða yfir sig á skítugum skónum.

Þrjú fylki: Minnesota, Michigan og New York reiða sig mikið á raforku frá Kanada og myndi hækkunin kosta hvert fylki um 400 þúsund dollara á dag eða um 100 dollara aukalega í raforkuútgjöld á mánuði fyrir heimilin.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Doug Fordfylkisstjóri
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 158 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,86.