Fjölmargar eldingar á sunnanverðu landinu í dag
Grétar Þór Sigurðsson
2025-03-30 21:02
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íbúar á sunnanverðu landinu hafa orðið varir við eldingar í dag. Þrumur og eldingar gerðu vart við sig seinni partinn á suðvesturhorni landsins. Síðan þá hafa eldingarnar fært sig til austurs.
Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki liggja fyrir hversu mörgum eldingum hefur lostið niður í dag. „Það er bara hellingur, þetta er óvenjumikið,“ segir Marcel í samtali við fréttastofu.
Hann segir nokkra samverkandi þætti valda því að svo mikið hefur verið um eldingar í dag. Fyrr í dag fóru öflug skil yfir landið. Með þeim fylgdu mikill vindur og snjókoma. Rétt á eftir þessum öflugu skilum snerist vindáttin og loftið varð mjög óstöðugt og orkuríkt. Það skilaði sér svo í eldingunum sem lostið hafa niður víðs vegar á landinu sunnanverðu.
Marcel segir þetta hafa byrjað yfir suðvesturhorninu en síðan færst sig til austurs. Núna á níunda tímanum sagði Marcel eldingar helst hafa komið niður austan við Mýrdalsjökul og við suðausturströnd landsins.
Hann á von á því að þetta fari að róast með kvöldinu. Hann segir að búast megi við eldingum á einstaka stað, einkum á suðvesturhorninu.
Nafnalisti
- Marcelþó dúkkar síðar upp í þættinum The One After the Superbowl
- Marcel de Vriesveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 198 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,60.