Veður

Sigdalur myndaðist við Litla-Skógfell

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 14:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sigdalur myndaðist norðan við Litla-Skógfell á þriðjudag. gögn úr gervitunglamyndum staðfesta þetta. Langur kvikugangur myndaðist á sama tíma og eldgos braust út á Sundhnúkagígaröðinni 1. apríl og teygir hann sig mun lengra í norðaustur heldur en eldri kvikugangar á svæðinu.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir sigdali myndast þegar kvikuinnskot verða, eins og við sjáum 10. nóvember 2023.

Ekki hægt útiloka hraun streymi upp

Þetta er það sem gerist þegar þú færð svona kvikuinnskot. Kvikugangurinn í rauninni ýtir jarðskorpunni til hliðar sitt hvorum megin og þá sígur það sem er ofan á ganginum, sérstaklega þegar hann fer grynnast, segir Benedikt.

Þá segir hann grynnkað hafi á kvikunni. kvika á um 1,5 kílómetra dýpt.

Hann segir nýja sigdalinn norðan við Litla-Skógfell ekki vera jafn djúpan og þá sigdali sem myndast hafa í Grindavík.

Aðspurður segir hann það ólíklegt hraun muni streyma upp á staðnum en það þó ekki hægt slá það af á meðan enn mælist skjálftavirkni.

Það er ekki útilokað, við getum sagt það svo.

Hann nefnir þó virkni hafi hægt og rólega verið minnka.

Nafnalisti

  • Benedikt Gunnar Ófeigssonsérfræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 203 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,49.