Átján særðir eftir mikið sprengjuregn
Samúel Karl Ólason
2025-03-07 10:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður.
Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu.
Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota.
Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar.
Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana.
Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC.
Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna.
Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum.
Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir.
The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: „Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.“ #ReadingRussia pic.twitter.com/D 8 OxE 5 XrcO]]-Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Kalibrtegund
- Marchaðstoðarmaður Rangnick
- Miragekort
- Nowlag
- Russiansveit
- Steve Rosenbergfréttamaður BBC í Moskvu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 359 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 78,6%.
- Margræðnistuðull var 1,66.