Krefur stofnun Musks um upplýsingar

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 13:55

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bandarískur dómari hefur skipað hagræðingarstofnun ríkisins (DOGE), sem auðjöfurinn Elon Musk fer fyrir, afhenda gögn vegna umfangsmikils niðurskurðar sem dómarinn segir óvanalega leynd ríkja yfir.

Samkvæmt fyrirskipun dómarans verður ríkisstjórnin afhenda stöðuskýrslu um gögnin fyrir 20. mars.

Frá endurkomu sinni í Hvíta húsið í janúar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ráðist í umfangsmiklar aðgerðir með það markmiði draga úr útgjöldum hins opinbera og hlutverki þess á ýmsum sviðum.

Trump fékk Musk, sem var einn helsti bakhjarl hans í kosningabaráttunni, til leiða hagræðingarstofnunina. Síðan þá hefur þúsundum ríkisstarfsmanna verið sagt upp og fjöldi þeirra farið í mál við bandaríska ríkið vegna uppsagnanna.

Fordæmalausar aðgerðir

Héraðsdómarinn Cristopher Cooper segir framgöngu DOGE, bæði hvað varðar alríkið og einnig umfangsmikinn niðurskurð sem virðist ekki hafa farið í gegnum þingið, vera fordæmalausa.

mati dómsins kalla hraðar aðgerðir DOGE á tafarlausa afhendingu upplýsinga um stofnunina og verkefni hennar.

Sagði dómarinn það sérstaklega mikilvægt í ljósi leyndarhyggjunnar sem einkenni starfsemi DOGE.

Segir Cooper frekari leynd yfir gögnunum muni skaða hagsmuni almennings.

Nafnalisti

  • Cristopher Cooper
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elon Muskforstjóri
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 187 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.