Mikil uppbygging á Hátúnsreit

Ritstjórn mbl.is

2025-03-30 10:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þétting byggðar hefur verið hröð í höfuðborginni á undanförnum árum.

Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn um það hvort til greina komi umfangsmikil uppbygging á svokölluðum Hátúnsreit. Hann nær til lóðanna Hátúns 1014 og markast af Kringlumýrarbraut, Laugavegi og Hátúni.

Það eru Nordic arkitektar sem senda fyrirspurnina til skipulagsyfirvalda fyrir hönd lóðarhafa, sem eru Brynja leigufélag, Sjálfsbjörg og Íþróttafélag fatlaðra.

Tilgangur Brynju er kaupa, eiga og reka húsnæði fyrir öryrkja. Hlutverk Sjálfsbjargar er vinna fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks.

Í fyrirspurninni segir með nýju deiliskipulagi verði lögð áhersla á opna svæðið fyrir fjölbreyttum hópi fólks með góðum tengingum, blandaðri starfsemi og þéttingu byggðar.

Hátúnsreitur er á besta stað í höfuðborginni og bent er á núverandi starfsemi ekki vel tengd við aðra hluta hennar.

Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram í tillögunni felist endurhönnun á öllu svæðinu, aukinni nýtingu, endurskipulagningu á innviðum og flæði/aðgengi og skoða hvort hægt heimila uppbyggingu um það bil 400 íbúða á reitnum.

Almennar íbúðir yrðu 300 en 100 íbúðir yrðu á vegum húsnæðisfélaga. Þar undir falla stúdentaíbúðir, íbúðir eldri borgara, hjúkrunaríbúðir, íbúðir Félagsbústaða, búseturéttaríbúðir og ASÍ-íbúðir.

Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög uppbyggingu reits með fyrirvörum sem fram koma í umsögn.

Nánar lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nafnalisti

  • Brynjakvikmyndafræðingur, skáld og rithöfundur
  • Nordicáður Arkþing

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 242 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.